Grænland lokað næstu tvær vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 31. desember 2020 06:12 Airbus-breiðþota Air Greenland á flugvellinum í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður. Bombardier-vél Flugfélags Íslands sést fyrir framan. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær. Ástæðan er sögð mikil útbreiðsla kórónuveirunnar í Danmörku, að því er fram kemur í grænlensku fréttamiðlunum KNR og Sermitsiaq. Landlæknirinn segir að danska heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi þessa dagana. Ef mikið verði um smit á Grænlandi verði erfitt að fá hjálp frá Danmörku. „Möguleikinn á að flytja sjúklinga til Danmerkur verður mjög erfiður á næstunni. Grænland gæti lent í þeirri stöðu að það sé einfaldlega ekkert pláss í Danmörku. Við verðum að geta tryggt öryggi þegna landsins ef smit breiðist út,“ segir landlæknir Grænlands. Aðgerðunum er ætlað að hindra útbreiðslu smits á Grænlandi og tryggja að Grænlendingar sjálfir geti áfram ferðast óhindrað milli byggða innanlands. Þegar flugbanninu lýkur verða áfram í gildi strangar ferðatakmarkanir. Þannig verður að hámarki 150 manns leyft að fljúga til Grænlands á dag frá 12. janúar og út janúarmánuð. Flug með frakt og póst er þó áfram leyft. Air Iceland býður farþegum í janúar aðeins upp á að fljúga frá Grænlandi. Bombardier Q400-vélin Þórunn hyrna sést hér á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á blaðamannafundinum sagði Kim Kielsen það skýrt að farþegar sem yrðu strandaglópar í Danmörku bæru sjálfir ábyrgð á stöðunni. „Það er á þeirra ábyrgð. Við tilkynntum að það gætu orðið takmarkanir og vöruðum við ferðalögum. Ábyrgðin liggur hjá einstaklingnum,“ sagði Kielsen. Viðkomandi er þó boðið að hafa samband við Grænlandshúsið í Danmörku og leita eftir stuðningi og aðstoð um hvernig þeir geta komist aftur heim til Grænlands. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem annast áætlunarflug milli Íslands og Grænlands, segir að lokað sé fyrir allt farþegaflug til Grænlands en farþegaflug sé heimilt frá Grænlandi. Air Iceland Connect hafi því lokað fyrir sölu til Grænlands til 31. janúar 2021 en haldi áfram flugi frá Nuuk til Reykjavíkur. Flogið sé einu sinni í viku á fimmtudögum. Grænlendingum hefur annars tekist betur en flestum öðrum þjóðum að halda útbreiðslu sjúkdómsins í lágmarki. Þannig hafa aðeins 27 smit greinst á Grænlandi frá upphafi faraldursins og enginn hefur látist þar úr covid-19, samkvæmt tölum landlæknisembættisins. Núna eru sex virk smit í landinu en til þessa hefur ekki þurft að leggja neinn þar inn á sjúkrahús. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Ástæðan er sögð mikil útbreiðsla kórónuveirunnar í Danmörku, að því er fram kemur í grænlensku fréttamiðlunum KNR og Sermitsiaq. Landlæknirinn segir að danska heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi þessa dagana. Ef mikið verði um smit á Grænlandi verði erfitt að fá hjálp frá Danmörku. „Möguleikinn á að flytja sjúklinga til Danmerkur verður mjög erfiður á næstunni. Grænland gæti lent í þeirri stöðu að það sé einfaldlega ekkert pláss í Danmörku. Við verðum að geta tryggt öryggi þegna landsins ef smit breiðist út,“ segir landlæknir Grænlands. Aðgerðunum er ætlað að hindra útbreiðslu smits á Grænlandi og tryggja að Grænlendingar sjálfir geti áfram ferðast óhindrað milli byggða innanlands. Þegar flugbanninu lýkur verða áfram í gildi strangar ferðatakmarkanir. Þannig verður að hámarki 150 manns leyft að fljúga til Grænlands á dag frá 12. janúar og út janúarmánuð. Flug með frakt og póst er þó áfram leyft. Air Iceland býður farþegum í janúar aðeins upp á að fljúga frá Grænlandi. Bombardier Q400-vélin Þórunn hyrna sést hér á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á blaðamannafundinum sagði Kim Kielsen það skýrt að farþegar sem yrðu strandaglópar í Danmörku bæru sjálfir ábyrgð á stöðunni. „Það er á þeirra ábyrgð. Við tilkynntum að það gætu orðið takmarkanir og vöruðum við ferðalögum. Ábyrgðin liggur hjá einstaklingnum,“ sagði Kielsen. Viðkomandi er þó boðið að hafa samband við Grænlandshúsið í Danmörku og leita eftir stuðningi og aðstoð um hvernig þeir geta komist aftur heim til Grænlands. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem annast áætlunarflug milli Íslands og Grænlands, segir að lokað sé fyrir allt farþegaflug til Grænlands en farþegaflug sé heimilt frá Grænlandi. Air Iceland Connect hafi því lokað fyrir sölu til Grænlands til 31. janúar 2021 en haldi áfram flugi frá Nuuk til Reykjavíkur. Flogið sé einu sinni í viku á fimmtudögum. Grænlendingum hefur annars tekist betur en flestum öðrum þjóðum að halda útbreiðslu sjúkdómsins í lágmarki. Þannig hafa aðeins 27 smit greinst á Grænlandi frá upphafi faraldursins og enginn hefur látist þar úr covid-19, samkvæmt tölum landlæknisembættisins. Núna eru sex virk smit í landinu en til þessa hefur ekki þurft að leggja neinn þar inn á sjúkrahús.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05