Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2020 15:00 Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir eru þeir stjórnmálaleiðtogar sem flestir vilja sjá sem forsætisráðherra eftir kosningar á næsta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent