Enska úrvalsdeildin myndi enda svona ef menn myndu nota „Handritið að tímabilinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 09:00 Virgil van Dijk og félagar í Liverpool eru með 25 stiga forystu og vantar bara sex stig til að tryggja sér enska meistaratitilinn. Getty/Sebastian Frej Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér. Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér.
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira