Sérstakt að leikurinn færi fram | Ánægð að hafa endað svona Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 19:30 Þegar flest annað íþróttafólk í Evrópu var komið í ótímabundið hlé vegna kórónuveirufaraldursins varð Sara Rún Hinriksdóttir bikarmeistari í körfubolta í Bretlandi á sunnudaginn. Sara var valin besti leikmaður vallarins þegar lið hennar Leicester Riders vann Durham Platinates í úrslitaleiknum, 70-66. Leikurinn fór fram þrátt fyrir að mestöllu keppnishaldi í Bretlandi hefði verið frestað. Kjartan Atli Kjartansson heyrði hljóðið í Söru í þættinum Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. „Mér fannst svolítið sérstakt að það áttu að vera tveir deildarleikir á laugardaginn, sem var hætt við, en samt var haldið til streitu að hafa bikarleikinn. Það voru því allir vissir um að þetta yrði síðasti leikurinn á tímabilinu. Og þjálfarinn okkar talaði einmitt mikið um þetta. Að margir leikmenn í Evrópu væru að hafa samband við sig því fólk vildi spila þennan leik, eiga einn leik eftir því hjá sumum var bara köttað á tímabilið. Ég er því svolítið ánægð að hafa fengið þennan leik og endað tímabilið svona,“ sagði Sara. Sara á eitt ár eftir af meistaranámi sínu í alþjóðaviðskiptum sem hún sinnir samhliða körfuboltanum: „Planið núna er að halda áfram hérna. Mér líður mjög vel hérna og þetta er allt æðislegt. Sportumhverfið er mjög flott hérna, maður er að æfa með ólympíuförum í sundi og hlaupum. Aðstaðan hérna er geggjuð og með því fremsta í Evrópu.“ Körfubolti Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Sara Rún best er Leicester vann bikarinn Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum í úrslitaleik breska körfuboltans í dag. Var hún valin besti leikmaður vallarins er Leicester Riders lagði Durham Palatinates með fjögurra stiga mun, 70-66. 15. mars 2020 17:30 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Þegar flest annað íþróttafólk í Evrópu var komið í ótímabundið hlé vegna kórónuveirufaraldursins varð Sara Rún Hinriksdóttir bikarmeistari í körfubolta í Bretlandi á sunnudaginn. Sara var valin besti leikmaður vallarins þegar lið hennar Leicester Riders vann Durham Platinates í úrslitaleiknum, 70-66. Leikurinn fór fram þrátt fyrir að mestöllu keppnishaldi í Bretlandi hefði verið frestað. Kjartan Atli Kjartansson heyrði hljóðið í Söru í þættinum Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. „Mér fannst svolítið sérstakt að það áttu að vera tveir deildarleikir á laugardaginn, sem var hætt við, en samt var haldið til streitu að hafa bikarleikinn. Það voru því allir vissir um að þetta yrði síðasti leikurinn á tímabilinu. Og þjálfarinn okkar talaði einmitt mikið um þetta. Að margir leikmenn í Evrópu væru að hafa samband við sig því fólk vildi spila þennan leik, eiga einn leik eftir því hjá sumum var bara köttað á tímabilið. Ég er því svolítið ánægð að hafa fengið þennan leik og endað tímabilið svona,“ sagði Sara. Sara á eitt ár eftir af meistaranámi sínu í alþjóðaviðskiptum sem hún sinnir samhliða körfuboltanum: „Planið núna er að halda áfram hérna. Mér líður mjög vel hérna og þetta er allt æðislegt. Sportumhverfið er mjög flott hérna, maður er að æfa með ólympíuförum í sundi og hlaupum. Aðstaðan hérna er geggjuð og með því fremsta í Evrópu.“
Körfubolti Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Sara Rún best er Leicester vann bikarinn Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum í úrslitaleik breska körfuboltans í dag. Var hún valin besti leikmaður vallarins er Leicester Riders lagði Durham Palatinates með fjögurra stiga mun, 70-66. 15. mars 2020 17:30 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Sara Rún best er Leicester vann bikarinn Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum í úrslitaleik breska körfuboltans í dag. Var hún valin besti leikmaður vallarins er Leicester Riders lagði Durham Palatinates með fjögurra stiga mun, 70-66. 15. mars 2020 17:30
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56