Almannavarnir virkilega fyrir alla! Sabine Leskopf skrifar 18. mars 2020 13:00 Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun