Merkustu mottumenn íslenskra íþrótta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2020 10:00 Íslendingar halda mottumars hvert einasta ár. Eitt sinn söfnuðu karlmenn yfirvaraskeggi en nú lætur fólk sér duga að kaupa skræpótta sokka. Blessunarlega segja kannski einhverjir. En í tilnefni af mottumars tók Vísir saman merkustu mottumenni íslenskra íþrótta. Á listanum eru ekki menn sem söfnuðu mottu af einhverju tilefni, í mottumars eða úrslitakeppni. Mennirnir hér fyrir neðan eru, eða voru, mottumenn af lífi og sál; maðurinn og mottan voru eitt. Pétur Guðmundsson í leik með San Antonio Spurs gegn hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Pétur Guðmundsson er eins og allir vita eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var m.a. um tíma hjá stjörnum prýddu liði Los Angeles Lakers. Pétur, sem var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ 2015, lék einnig í Argentínu og á Englandi. Pétur var jafnan vopnaður góðri mottu í baráttunni undir körfunni. Þorbjörn Jensson stofnaði Fjölsmiðjuna eftir að hann dró sig í hlé frá handboltanum. Þorbjörn Jensson skartar tilkomumikilli mottu og þeirri flottustu í handboltanum ásamt hinum þýska Heiner Brand. Þorbjörn hefur verið með mottu svo lengi sem elstu menn muna og hún er samofin ímynd hans. Þorbjörn var harður í horn að taka sem leikmaður, vann fjölda titla sem þjálfari Vals og tók svo við íslenska karlalandsliðinu. Marteinn Geirsson slökkti elda, innan vallar og utan. Marteinn Geirsson átti um tíma leikjamet íslenska fótboltalandsliðsins og er markahæsti varnarmaður í sögu efstu deildar. Marteinn, sem var um tíma landsliðsfyrirliði, skartaði líka hinni laglegustu mottu. Eftir að skórnir fóru á hilluna þjálfaði hann nokkur lið og hefur starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið. Hinn íslenski Rivellino, Árni Sveinsson. Árni Sveinsson var afar sigursæll með liði ÍA á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Hann fór síðan í Stjörnuna og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Árni, sem lék 50 landsleiki, var líka með ræktarlegt yfirvaraskegg og minnti um margt á Brassan frábæra, Rivellino. Alexander Ermolinskij varð bikarmeistari með Grindavík árið 2000, þá á 41. aldursári. Alexander Ermolinskij kom til Íslands 1992 eftir flottan feril í Sovétríkjunum og Ungverjalandi. Hann lék eingöngu með liðum í gulu hér á landi; Skallagrími, ÍA og Grindavík og varð bikarmeistari með síðastnefnda liðinu. Alexander lék bæði með sovéska og íslenska landsliðinu og starfaði við þjálfun hér á landi. Hann á eitt svalasta augnablik íslenskrar íþróttasögu þegar hann kyssti boltann áður hann setti niður þriggja stiga skot í leik með Skallagrími. Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdi langt fram á sjötugsaldurinn. Gunnlaugur Hjálmarsson var ein af fyrstu handboltastjörnum Íslands og lék á þremur heimsmeistaramótum. Hann var þriðji markahæsti leikmaður HM 1961 og var valinn í heimsliðið fyrstur Íslendinga. Gunnlaugur hellti sér síðan út í dómgæslu og dæmdi fram á sjötugsaldur. Það var ekki vænlegt til árangurs að rífa kjaft við mann með svona vígalega mottu. Sigfried Held hirti ekki jafn vel um augabrúnirnar og mottuna.vísir/getty Sigfried Held stýrði íslenska karlalandsliðinu á árunum 1986-89. Hann var þekktur leikmaður á sínum tíma og var í silfurliði Vestur-Þjóðverja á HM 1966. Hann lék yfir 40 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland og varð Evrópumeistari bikarhafa með Borussia Dortmund. Auk Íslands þjálfaði Held í Þýskalandi, Tyrklandi, Austurríki, á Möltu og í Taílandi. Ingvar Jónsson ásamt sonum sínum, Pétri og Jóni Arnari. Mynd úr Íþróttablaðinu. Ingvar Jónsson er oft kallaður guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði. Hann var prímusmótorinn í starfi Hauka um langt skeið og synir hans og sonarsynir hafa einnig gert það gott í körfuboltanum. Ingvar var einnig með myndarlega mottu eins og myndin hér fyrir ofan ber vitni um. Grín og gaman Einu sinni var... Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Íslendingar halda mottumars hvert einasta ár. Eitt sinn söfnuðu karlmenn yfirvaraskeggi en nú lætur fólk sér duga að kaupa skræpótta sokka. Blessunarlega segja kannski einhverjir. En í tilnefni af mottumars tók Vísir saman merkustu mottumenni íslenskra íþrótta. Á listanum eru ekki menn sem söfnuðu mottu af einhverju tilefni, í mottumars eða úrslitakeppni. Mennirnir hér fyrir neðan eru, eða voru, mottumenn af lífi og sál; maðurinn og mottan voru eitt. Pétur Guðmundsson í leik með San Antonio Spurs gegn hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Pétur Guðmundsson er eins og allir vita eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var m.a. um tíma hjá stjörnum prýddu liði Los Angeles Lakers. Pétur, sem var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ 2015, lék einnig í Argentínu og á Englandi. Pétur var jafnan vopnaður góðri mottu í baráttunni undir körfunni. Þorbjörn Jensson stofnaði Fjölsmiðjuna eftir að hann dró sig í hlé frá handboltanum. Þorbjörn Jensson skartar tilkomumikilli mottu og þeirri flottustu í handboltanum ásamt hinum þýska Heiner Brand. Þorbjörn hefur verið með mottu svo lengi sem elstu menn muna og hún er samofin ímynd hans. Þorbjörn var harður í horn að taka sem leikmaður, vann fjölda titla sem þjálfari Vals og tók svo við íslenska karlalandsliðinu. Marteinn Geirsson slökkti elda, innan vallar og utan. Marteinn Geirsson átti um tíma leikjamet íslenska fótboltalandsliðsins og er markahæsti varnarmaður í sögu efstu deildar. Marteinn, sem var um tíma landsliðsfyrirliði, skartaði líka hinni laglegustu mottu. Eftir að skórnir fóru á hilluna þjálfaði hann nokkur lið og hefur starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið. Hinn íslenski Rivellino, Árni Sveinsson. Árni Sveinsson var afar sigursæll með liði ÍA á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Hann fór síðan í Stjörnuna og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Árni, sem lék 50 landsleiki, var líka með ræktarlegt yfirvaraskegg og minnti um margt á Brassan frábæra, Rivellino. Alexander Ermolinskij varð bikarmeistari með Grindavík árið 2000, þá á 41. aldursári. Alexander Ermolinskij kom til Íslands 1992 eftir flottan feril í Sovétríkjunum og Ungverjalandi. Hann lék eingöngu með liðum í gulu hér á landi; Skallagrími, ÍA og Grindavík og varð bikarmeistari með síðastnefnda liðinu. Alexander lék bæði með sovéska og íslenska landsliðinu og starfaði við þjálfun hér á landi. Hann á eitt svalasta augnablik íslenskrar íþróttasögu þegar hann kyssti boltann áður hann setti niður þriggja stiga skot í leik með Skallagrími. Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdi langt fram á sjötugsaldurinn. Gunnlaugur Hjálmarsson var ein af fyrstu handboltastjörnum Íslands og lék á þremur heimsmeistaramótum. Hann var þriðji markahæsti leikmaður HM 1961 og var valinn í heimsliðið fyrstur Íslendinga. Gunnlaugur hellti sér síðan út í dómgæslu og dæmdi fram á sjötugsaldur. Það var ekki vænlegt til árangurs að rífa kjaft við mann með svona vígalega mottu. Sigfried Held hirti ekki jafn vel um augabrúnirnar og mottuna.vísir/getty Sigfried Held stýrði íslenska karlalandsliðinu á árunum 1986-89. Hann var þekktur leikmaður á sínum tíma og var í silfurliði Vestur-Þjóðverja á HM 1966. Hann lék yfir 40 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland og varð Evrópumeistari bikarhafa með Borussia Dortmund. Auk Íslands þjálfaði Held í Þýskalandi, Tyrklandi, Austurríki, á Möltu og í Taílandi. Ingvar Jónsson ásamt sonum sínum, Pétri og Jóni Arnari. Mynd úr Íþróttablaðinu. Ingvar Jónsson er oft kallaður guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði. Hann var prímusmótorinn í starfi Hauka um langt skeið og synir hans og sonarsynir hafa einnig gert það gott í körfuboltanum. Ingvar var einnig með myndarlega mottu eins og myndin hér fyrir ofan ber vitni um.
Grín og gaman Einu sinni var... Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira