Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 19:22 „Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Þá tilkynnti Seðlabankinn það fyrr í dag að hann hygðist aðstoða viðskiptabankana og að gjaldeyrisforðinn væri gríðarlega öflugur. Bankarnir stæðu á traustum fótum og að þeir gætu auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef þörf væri á. „Seðlabankinn er að taka niðursveifluaukann svokallaðan auk þess að lækka vexti sem hafa aldrei verið lægri. Hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir það að bankarnir, fjármálafyrirtækin hafa töluvert aukið svigrúm til að veita fyrirtækjum fyrirgreiðslu, og heimilum. Það hjálpar líka að koma fólki og fyrirtækjum í gegn um skaflinn,“ sagði Katrín. Þá staðfesti hún að verið væri að skoða frumvarpið hjá velferðarnefnd Alþingis og þangað hafi verið fengnir fjöldi gesta til að fara yfir málin. Ríkisstjórnin sjálf hafi þar að auki farið yfir athugasemdir sem hafi borist. „Ég átti sjálf fund með til að mynda fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í gærdag sem og fulltrúum atvinnurekenda,“ sagði Katrín. „Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að því að leggja til breytingar sem velferðarnefnd mun taka til skoðunar.“ „Stóra markmiðið með þessu máli er að við tryggjum afkomu fólks í gegn um þessar tímabundnu þrengingar og það markmið er auðvitað það sem er okkar leiðarljós í allri þessari vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
„Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Þá tilkynnti Seðlabankinn það fyrr í dag að hann hygðist aðstoða viðskiptabankana og að gjaldeyrisforðinn væri gríðarlega öflugur. Bankarnir stæðu á traustum fótum og að þeir gætu auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef þörf væri á. „Seðlabankinn er að taka niðursveifluaukann svokallaðan auk þess að lækka vexti sem hafa aldrei verið lægri. Hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir það að bankarnir, fjármálafyrirtækin hafa töluvert aukið svigrúm til að veita fyrirtækjum fyrirgreiðslu, og heimilum. Það hjálpar líka að koma fólki og fyrirtækjum í gegn um skaflinn,“ sagði Katrín. Þá staðfesti hún að verið væri að skoða frumvarpið hjá velferðarnefnd Alþingis og þangað hafi verið fengnir fjöldi gesta til að fara yfir málin. Ríkisstjórnin sjálf hafi þar að auki farið yfir athugasemdir sem hafi borist. „Ég átti sjálf fund með til að mynda fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í gærdag sem og fulltrúum atvinnurekenda,“ sagði Katrín. „Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að því að leggja til breytingar sem velferðarnefnd mun taka til skoðunar.“ „Stóra markmiðið með þessu máli er að við tryggjum afkomu fólks í gegn um þessar tímabundnu þrengingar og það markmið er auðvitað það sem er okkar leiðarljós í allri þessari vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07
Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05