Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 22:02 Alma Möller, landlæknir, segir nýjustu spár benda til þess að hápunkti kórónuveirufaraldursins verði náð í kring um 10. apríl hér á landi. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. Sérfræðingar hafa rýnt í hegðun veirunnar hér á landi og í öðrum löndum, meðal annars Kína og Ítalíu, og dregið upp mynd af framtíðarþróun veirunnar hér á landi. Þetta kynnti Alma Möller, landlæknir, í umræðuþætti um veiruna á RÚV í kvöld. Hún tók það þó sérstaklega fram að þetta væri sagt með miklum fyrirvörum og ekki væri hægt að spá nákvæmlega um hvernig þróun veirunnar yrði. Samkvæmt spánni er líklegt að um fjörutíu verði á sjúkrahúsi á hverjum tíma en sú tala gæti hækkað upp í allt að 110. „Þá eru bestu spár sem segja að við verðum á hápunkti faraldursins kannski 10. apríl, plús mínus kannski fimm dagar eða nokkrir dagar. Um miðjan apríl getum við sagt.“ Þá sagði hún að líklegt væri að mesta álagið á gjörgæslu yrði ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, í kring um 14. apríl. Alvarlegri einkenni kæmu síðar fram en þau vægari. Því væri spáð að allt að sjö upp í fjörutíu einstaklingar yrðu á gjörgæslu hverju sinni. Þá ítrekaði hún að spárnar væru kynntar með miklum fyrirvara. Á Landspítala eru til 26 öndunarvélar og fjórar á Akureyri, sem þyrfti mögulega að brúka ef einkenni einstaklinga verða alvarleg. Þá eru til fleiri öndunarvélar í sjúkrabílum og skurðstofum sem hægt væri að grípa í yrði þess þörf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Á von á að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18. mars 2020 20:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. Sérfræðingar hafa rýnt í hegðun veirunnar hér á landi og í öðrum löndum, meðal annars Kína og Ítalíu, og dregið upp mynd af framtíðarþróun veirunnar hér á landi. Þetta kynnti Alma Möller, landlæknir, í umræðuþætti um veiruna á RÚV í kvöld. Hún tók það þó sérstaklega fram að þetta væri sagt með miklum fyrirvörum og ekki væri hægt að spá nákvæmlega um hvernig þróun veirunnar yrði. Samkvæmt spánni er líklegt að um fjörutíu verði á sjúkrahúsi á hverjum tíma en sú tala gæti hækkað upp í allt að 110. „Þá eru bestu spár sem segja að við verðum á hápunkti faraldursins kannski 10. apríl, plús mínus kannski fimm dagar eða nokkrir dagar. Um miðjan apríl getum við sagt.“ Þá sagði hún að líklegt væri að mesta álagið á gjörgæslu yrði ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, í kring um 14. apríl. Alvarlegri einkenni kæmu síðar fram en þau vægari. Því væri spáð að allt að sjö upp í fjörutíu einstaklingar yrðu á gjörgæslu hverju sinni. Þá ítrekaði hún að spárnar væru kynntar með miklum fyrirvara. Á Landspítala eru til 26 öndunarvélar og fjórar á Akureyri, sem þyrfti mögulega að brúka ef einkenni einstaklinga verða alvarleg. Þá eru til fleiri öndunarvélar í sjúkrabílum og skurðstofum sem hægt væri að grípa í yrði þess þörf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Á von á að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18. mars 2020 20:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15
Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04
Á von á að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18. mars 2020 20:00