Á dagskrá í dag: Heimildaþættir og körfuboltaveisla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2020 06:00 Auðunn Blöndal og Katrín Tanja verða á skjánum í dag. Stöð 2 Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti