Á dagskrá í dag: Körfuboltakvöld, goðsagnir efstu deildar og rafíþróttir Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 06:00 Domino´s körfuboltakvöld er á dagskránni í kvöld. Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag eru leikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta og Dominos-deild karla í körfubolta, auk spurningaþáttarins Manstu eftir Manchester United í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Stöð 2 Sport 2 – Hemmi Hreiðars og Pepsi Max Á Stöð 2 Sport 2 verður boðið upp á tvo leiki úr úrvalsdeild karla í fótbolta, annars vegar viðureign Vals og Víkings og hins vegar leik FH og Stjörnunnar. Laust eftir miðnætti hefst svo þáttur um Hermann Hreiðarsson og þátttöku hans í ensku úrvalsdeildinni. Stöð 2 Sport 3 – Goðsagnir efstu deildar og Alfreð í Heerenveen Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta verða fyrirferðarmiklar á Stöð 2 Sport 3 þar sem verða sýndir tíu þættir úr frábærri seríu um menn sem allir fótboltaáhugamenn þekkja. Þar verða einnig viðtalsþættirnir 1 á 1 með Gumma Ben en í þeim ræddi hann meðal annars við leikmenn íslenska karlalandsliðsins eftir EM-ævintýrið 2016, og þáttur um Alfreð Finnbogason frá því þegar hann raðaði inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni með Heerenveen. Stöð 2 Golf – The Open Opna breska meistaramótið í golfi frá síðasta ári verður sýnt í heild sinni í dag. Stöð 2 Sport 4 – Rafíþróttir hefja göngu sína Á fyrsta degi Stöð 2 eSport verður hægt að horfa á útsendingu frá úrslitakvöldi KARDS heimsmeistaramótsins, en KARDS er íslenskur spilaleikur sem tengist seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það verður sýnt frá úrslitum fyrsta keppnistímabilsins í Lenovo-deildinni hér á landi, í Counter Strike og League of Legends. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Rafíþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag eru leikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta og Dominos-deild karla í körfubolta, auk spurningaþáttarins Manstu eftir Manchester United í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Stöð 2 Sport 2 – Hemmi Hreiðars og Pepsi Max Á Stöð 2 Sport 2 verður boðið upp á tvo leiki úr úrvalsdeild karla í fótbolta, annars vegar viðureign Vals og Víkings og hins vegar leik FH og Stjörnunnar. Laust eftir miðnætti hefst svo þáttur um Hermann Hreiðarsson og þátttöku hans í ensku úrvalsdeildinni. Stöð 2 Sport 3 – Goðsagnir efstu deildar og Alfreð í Heerenveen Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta verða fyrirferðarmiklar á Stöð 2 Sport 3 þar sem verða sýndir tíu þættir úr frábærri seríu um menn sem allir fótboltaáhugamenn þekkja. Þar verða einnig viðtalsþættirnir 1 á 1 með Gumma Ben en í þeim ræddi hann meðal annars við leikmenn íslenska karlalandsliðsins eftir EM-ævintýrið 2016, og þáttur um Alfreð Finnbogason frá því þegar hann raðaði inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni með Heerenveen. Stöð 2 Golf – The Open Opna breska meistaramótið í golfi frá síðasta ári verður sýnt í heild sinni í dag. Stöð 2 Sport 4 – Rafíþróttir hefja göngu sína Á fyrsta degi Stöð 2 eSport verður hægt að horfa á útsendingu frá úrslitakvöldi KARDS heimsmeistaramótsins, en KARDS er íslenskur spilaleikur sem tengist seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það verður sýnt frá úrslitum fyrsta keppnistímabilsins í Lenovo-deildinni hér á landi, í Counter Strike og League of Legends. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Rafíþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira