Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 13:17 Richard Burr. EPA/SHAWN THEW Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira