Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 13:17 Richard Burr. EPA/SHAWN THEW Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira