Það sem skiptir máli Drífa Snædal skrifar 20. mars 2020 15:30 Það sem skiptir öllu máli núna er heilsa fólks, að við náum tökum á veirunni og hún valdi ekki miklum skaða. Þar er starfsfólk í framlínunni sem oft og tíðum er ósýnilegt í okkar samfélagi en er núna orðið mikilvægasta fólkið fyrir líf okkar og heilsu. Það er of langt mál að telja upp starfsstéttirnar sem halda grunnstoðunum gangandi en þau eiga svo sannarlega skilið virðingu okkar og velvild. Þetta er ekki aðeins starfsfólk í heilbrigðisgeiranum eða velferðarkerfinu heldur líka starfsfólk sem tryggir hreinlæti í opinberum rýmum og fólk í verslunum sem sér til þess að við getum keypt í matinn. Förum að öllum reglum og verjum, eins og kostur er, það fólk á vinnumarkaði sem er útsett fyrir smiti. Nú er verið að afgreiða á þinginu tvö lykilfrumvörp sem styðja við vinnandi fólk í skertri vinnu eða sóttkví. Niðurstaðan liggur ekki fyrir og við hefðum vissulega viljað sjá stuðninginn ganga lengra en það er óskandi að stuðningur við launagreiðslur komi í veg fyrir uppsagnir. Það eru háværar raddir um að keyra hlutina í gegn fljótt og örugglega og vissulega er það mikilvægt en það versta sem við gerum í þessari stöðu er að gefa afslátt af lýðræðinu, samtalinu og samráðinu. Ef við gerum það er voðinn vís og þeir sem mest völd hafa, til dæmis í skjóli fjármagns, ná undirtökunum. Næst heilsu og lífi fólks skiptir mestu máli að við komumst út úr ástandinu vitandi að ákvarðanir hafa verið teknar með lýðræðislegum hætti fyrir almenning og fjöldann en ekki sérhagsmuni. Þannig verður samfélag okkar sterkara og grunnstoðirnar traustari. Förum vel með okkur, hugum að eigin heilsu og annarra! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Sjá meira
Það sem skiptir öllu máli núna er heilsa fólks, að við náum tökum á veirunni og hún valdi ekki miklum skaða. Þar er starfsfólk í framlínunni sem oft og tíðum er ósýnilegt í okkar samfélagi en er núna orðið mikilvægasta fólkið fyrir líf okkar og heilsu. Það er of langt mál að telja upp starfsstéttirnar sem halda grunnstoðunum gangandi en þau eiga svo sannarlega skilið virðingu okkar og velvild. Þetta er ekki aðeins starfsfólk í heilbrigðisgeiranum eða velferðarkerfinu heldur líka starfsfólk sem tryggir hreinlæti í opinberum rýmum og fólk í verslunum sem sér til þess að við getum keypt í matinn. Förum að öllum reglum og verjum, eins og kostur er, það fólk á vinnumarkaði sem er útsett fyrir smiti. Nú er verið að afgreiða á þinginu tvö lykilfrumvörp sem styðja við vinnandi fólk í skertri vinnu eða sóttkví. Niðurstaðan liggur ekki fyrir og við hefðum vissulega viljað sjá stuðninginn ganga lengra en það er óskandi að stuðningur við launagreiðslur komi í veg fyrir uppsagnir. Það eru háværar raddir um að keyra hlutina í gegn fljótt og örugglega og vissulega er það mikilvægt en það versta sem við gerum í þessari stöðu er að gefa afslátt af lýðræðinu, samtalinu og samráðinu. Ef við gerum það er voðinn vís og þeir sem mest völd hafa, til dæmis í skjóli fjármagns, ná undirtökunum. Næst heilsu og lífi fólks skiptir mestu máli að við komumst út úr ástandinu vitandi að ákvarðanir hafa verið teknar með lýðræðislegum hætti fyrir almenning og fjöldann en ekki sérhagsmuni. Þannig verður samfélag okkar sterkara og grunnstoðirnar traustari. Förum vel með okkur, hugum að eigin heilsu og annarra! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar