„Við verðum líka að muna að þetta líður hjá" Andri Eysteinsson skrifar 20. mars 2020 19:39 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Um og yfir 2000 manns gætu verið greindir með kórónuveirusmit samkvæmt verstu spám teymis sem sér um að reikna út spálíkön vegna faraldurs kórónuveirunnar. Einn þeirra sem starfar að verkefninu, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir að besta spá gerir ráð fyrir um 1000 greindum smitum en bæti við að þessar tölur telji einungis þá sem verða prófaðir og greinast með veiruna. Thor ræddi kórónuveiruna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nú er alveg þekkt að það er þokkalega stór hópur sem með veiruna en hún kemur ekki fram, einkennin eru væg og það ber ekkert á því. Sumir eru að meta þann hóp allt upp í þriðjung, segir Thor. Thor segir tölurnar ekki gefa það til kynna að meirihluti landsmanna veikist af kórónuveirunni, því sé í raun ekki ástæða til þess að „panikka“ vegna faraldursins. „Við verðum líka að muna að þetta líður hjá. Það gerist í svona faraldri, hann fer niður og við erum enn að spá í hvort þetta snúi ekki við um miðjan apríl, þá förum við að sjá það að fleiri jafni sig heldur en smitist,“ segir Thor og minnir á að þó verði enn eitthvað um að fólk veikist jafnvel fram á sumar. „Ef okkur tekst að vinna, eins og við erum að gera núna, passa upp á eldri fólkið, halda okkur til hlés og virða sóttkvíið. Þá mun rætast þessi spá að milli 1000 og 2000 muni smitast," sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Um og yfir 2000 manns gætu verið greindir með kórónuveirusmit samkvæmt verstu spám teymis sem sér um að reikna út spálíkön vegna faraldurs kórónuveirunnar. Einn þeirra sem starfar að verkefninu, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir að besta spá gerir ráð fyrir um 1000 greindum smitum en bæti við að þessar tölur telji einungis þá sem verða prófaðir og greinast með veiruna. Thor ræddi kórónuveiruna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nú er alveg þekkt að það er þokkalega stór hópur sem með veiruna en hún kemur ekki fram, einkennin eru væg og það ber ekkert á því. Sumir eru að meta þann hóp allt upp í þriðjung, segir Thor. Thor segir tölurnar ekki gefa það til kynna að meirihluti landsmanna veikist af kórónuveirunni, því sé í raun ekki ástæða til þess að „panikka“ vegna faraldursins. „Við verðum líka að muna að þetta líður hjá. Það gerist í svona faraldri, hann fer niður og við erum enn að spá í hvort þetta snúi ekki við um miðjan apríl, þá förum við að sjá það að fleiri jafni sig heldur en smitist,“ segir Thor og minnir á að þó verði enn eitthvað um að fólk veikist jafnvel fram á sumar. „Ef okkur tekst að vinna, eins og við erum að gera núna, passa upp á eldri fólkið, halda okkur til hlés og virða sóttkvíið. Þá mun rætast þessi spá að milli 1000 og 2000 muni smitast," sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira