Börn með skarð í vör Lárus Sigurður Lárusson skrifar 21. mars 2020 09:10 Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun