Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2020 12:39 Páll Matthíasson Vísir/Egill Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira