Ferðaþjónustan fagnar björgunarhring ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2020 18:15 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er ánægður með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. „Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
„Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira