Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 18:31 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum Kraftlyftingar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum
Kraftlyftingar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sjá meira