Varaði Ólaf, Teit og félaga við að skrifa undir | „Lygar og blekkingaleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 23:00 Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad og hefur fagnað fjölda titla með félaginu. VÍSIR/EPA Sænska handknattleiksstórveldið Kristianstad hugðist frá og með morgundeginum byrja að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að stórlækka launakostnað sinn. Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru leikmenn Kristianstad sem fundið hefur vel fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, eins og svo mörg önnur íþróttafélög. Úrslitakeppnin í Svíþjóð var blásin af vegna veirunnar. Samkvæmt Aftonbladet fela neyðaraðgerðir stjórnvalda í sér að hægt sé að hálfpartinn „taka“ starfsmenn af hefðbundinni launaskrá félaga í ákveðinn tíma en að þeir fái 90% venjulegra mánaðarlauna sinna áfram greidd með aðstoð bótasjóðs, þó að hámarki 44.000 sænskar krónur. Kristianstad tilkynnti leikmönnum á föstudag að félagið ætlaði að nýta sér þetta ráð en það féll illa í kramið hjá leikmannasamtökum: „Þetta eru lygar og blekkingaleikur. Staðreyndin er að það er ekkert samkomulag í höfn á milli samtaka vinnuveitenda og starfsmannasamtaka um að hægt sé að færa leikmenn af launaskrá tímabundið,“ sagði Martin Klette, lögfræðingur leikmannasamtakanna í Svíþjóð. „Maður getur ekki verið á undan regluverkinu. IFK Kristianstad getur ekki búið til sínar eigin reglur,“ sagði Arne Johansson, formaður samtaka handboltamanna í Svíþjóð. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er með samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2022.VÍSIR/EPA Klette segir leikmenn Kristianstad ekki hafa samþykkt áætlanir félagsins af fúsum og frjálsum vilja. Þeir verði að gæta þess hvað þeir skrifi undir enda geti þeir verið að fórna 20% launa sinna. Það sé í góðu lagi að þeir taki á sig launalækkun vegna stöðunnar en bara ef þeir vilji það sjálfir. Undir kvöld fékk Aftonbladet svo svör frá forráðamönnum Kristianstad, eftir að hafa birt frétt um málið, þar sem fullyrt var að félagið myndi ekki fara gegn neinum reglum eða lögum. Félagið væri hins vegar í startholunum og tilbúið að nýta sér úrræðið þegar allt væri komið á hreint. Leikmenn fengu svo skilaboð frá stjórn félagsins í kvöld þar sem beðist var afsökunar á því að hlutirnir hefðu verið settir fram á rangan hátt og að aldrei hefði staðið til að þvinga leikmenn til að skrifa undir neitt. Sænski handboltinn Tengdar fréttir Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Sænska handknattleiksstórveldið Kristianstad hugðist frá og með morgundeginum byrja að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að stórlækka launakostnað sinn. Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru leikmenn Kristianstad sem fundið hefur vel fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, eins og svo mörg önnur íþróttafélög. Úrslitakeppnin í Svíþjóð var blásin af vegna veirunnar. Samkvæmt Aftonbladet fela neyðaraðgerðir stjórnvalda í sér að hægt sé að hálfpartinn „taka“ starfsmenn af hefðbundinni launaskrá félaga í ákveðinn tíma en að þeir fái 90% venjulegra mánaðarlauna sinna áfram greidd með aðstoð bótasjóðs, þó að hámarki 44.000 sænskar krónur. Kristianstad tilkynnti leikmönnum á föstudag að félagið ætlaði að nýta sér þetta ráð en það féll illa í kramið hjá leikmannasamtökum: „Þetta eru lygar og blekkingaleikur. Staðreyndin er að það er ekkert samkomulag í höfn á milli samtaka vinnuveitenda og starfsmannasamtaka um að hægt sé að færa leikmenn af launaskrá tímabundið,“ sagði Martin Klette, lögfræðingur leikmannasamtakanna í Svíþjóð. „Maður getur ekki verið á undan regluverkinu. IFK Kristianstad getur ekki búið til sínar eigin reglur,“ sagði Arne Johansson, formaður samtaka handboltamanna í Svíþjóð. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er með samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2022.VÍSIR/EPA Klette segir leikmenn Kristianstad ekki hafa samþykkt áætlanir félagsins af fúsum og frjálsum vilja. Þeir verði að gæta þess hvað þeir skrifi undir enda geti þeir verið að fórna 20% launa sinna. Það sé í góðu lagi að þeir taki á sig launalækkun vegna stöðunnar en bara ef þeir vilji það sjálfir. Undir kvöld fékk Aftonbladet svo svör frá forráðamönnum Kristianstad, eftir að hafa birt frétt um málið, þar sem fullyrt var að félagið myndi ekki fara gegn neinum reglum eða lögum. Félagið væri hins vegar í startholunum og tilbúið að nýta sér úrræðið þegar allt væri komið á hreint. Leikmenn fengu svo skilaboð frá stjórn félagsins í kvöld þar sem beðist var afsökunar á því að hlutirnir hefðu verið settir fram á rangan hátt og að aldrei hefði staðið til að þvinga leikmenn til að skrifa undir neitt.
Sænski handboltinn Tengdar fréttir Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38