Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2020 12:01 Bogi Nils Bogason segir að Icelandair muni reyna að halda einhverjum tengingum á milli Evrópu, Íslands og Ameríku. Vísir/BaldurHrafnkell Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir alla hjá fyrirtækinu standa þétt saman. Forstjórinn tilkynnti um 240 uppsagnir á starfsmannafundi í morgun og 92% starfsmanna fara í skert starfshlutfall. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga forstjóra og stjórnar lækka um 30 prósent. Bogi segist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig talan 240 hafi verið fundin út varðandi uppsagnirnar. Þær nái því miður til fólks bæði hjá flugfélaginu og samstæðunni Icelandair Group. Ekkert útilokað á tímum sem þessum „Á sama tíma erum við að óska eftir því að mjög stór hluti starfsfólks fari í hlutastörf eða tímabundin lausnalaus leyfi. Þar sem mikið er að gera, þeir starfsmenn taki á sig tímabundanr launalækkanir.“ Þetta séu þær aðgerðir sem farið sé í núna. Engar aðrar séu á teikniborðinu. Starfsfólk Icelandair var boðað á starfsmannafund klukkan 9:30 í morgun.Vísir/Vilhelm „Aðstæður eru mjög krefjandi í okkar geira og heiminum öllum núna. Það er ekkert útilokað.“ Umhverfið breytist dag frá degi eins og heimurinn. Taka þurfi ákvarðarnir með reglubundnum hætti. „Þessar aðgerðir miða að því að búa okkur undir það versta en tryggja ákveðinn sveigjanleika svo við getum stokkið af stað þegar markaðir opna aftur og eftirspurnin kallar á framboðið.“ Fljúga áfram á meðan það skilar krónum í kassann Bogi segir flug lítið sem ekkert í dag. Það sé um 14% af upphaflegri áætlun í dag og minnki dag frá degi. Ekki sjái fyrir endann á minnkuninni. „Það er enn þá einhver eftirspurn og svo hjálpa fraktflutningar. Við erum að fylla fraktpláss farþegavélanna með frakt. Við fljúgum áfram meðan það er fjárhagslega hagkvæmt,“ segir Bogi. Öllum þessum flugferðum var aflýst í morgun. Um daglegar fregnir er að ræða á meðan ferðabanni stendur. Skjáskot af vef Keflavíkurflugvallar í morgun. „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu.“ Hann minnir á að ferðabann sé víða í gildi en það þýði ekki það sama og flugbönn. Icelandair og önnur flugfélög geti áfram flogið með frakt. Hann segir Icelandair í sömu aðstæðum og önnur flugfélög í dag, og ferðaþjónustufyrirtæki. Sambærileg staða í flugheiminum öllum „Markaðurinn, bæði flug- og ferðamannamarkaðurinn hafa horfið á augabragði. Allavega til skamms tíma. Við vonum og reiknum með að birti til aftur,“ segir Bogi Nils. Hann muni ekki eftir sambærilegu ástandi eða hliðstæðu. „Þetta er ekkert erfiðara hjá okkur en öðrum. Þetta er sama staða í löndunum í kringum okkur. Þetta er hagkerfið í heild sinni sem er að glíma við þessa stöðu en auðvitað kemur þetta kannski þyngst niður á þessum greinum því fólk er eiginlega hætt að ferðast.“ Icelandair fylgist dag frá degi með stöðu mála en eigi erfitt með að spá fram í tímann. Starfseminni sé stillt upp þannig að hægt verði að stökkva til. Tryggja ákveðinn sveigjanleika. Allir leggjast á eitt Hann segir starfsfólk Icelandair hafa verið viðbúið leiðinlegum tíðindum í morgun. „Það er búið að vera óvissa hjá okkar fyrirtæki, öðrum hér á landi og í heiminum öllum. Auðvitað er þetta sjokk þegar fréttirnar koma fram en hér standa allir mjög þétt saman, höfum gert undanfarna daga og fólk alls staðar í fyrritækinu verið að stökkva til í þeim einingum þar sem þarf fleiri hendur, til dæmis í þjónustuverinu,“ segir Bogi Nils. „Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgast með því. Samheldnin er mikil þrátt fyrir þessa stöðu.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir alla hjá fyrirtækinu standa þétt saman. Forstjórinn tilkynnti um 240 uppsagnir á starfsmannafundi í morgun og 92% starfsmanna fara í skert starfshlutfall. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga forstjóra og stjórnar lækka um 30 prósent. Bogi segist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig talan 240 hafi verið fundin út varðandi uppsagnirnar. Þær nái því miður til fólks bæði hjá flugfélaginu og samstæðunni Icelandair Group. Ekkert útilokað á tímum sem þessum „Á sama tíma erum við að óska eftir því að mjög stór hluti starfsfólks fari í hlutastörf eða tímabundin lausnalaus leyfi. Þar sem mikið er að gera, þeir starfsmenn taki á sig tímabundanr launalækkanir.“ Þetta séu þær aðgerðir sem farið sé í núna. Engar aðrar séu á teikniborðinu. Starfsfólk Icelandair var boðað á starfsmannafund klukkan 9:30 í morgun.Vísir/Vilhelm „Aðstæður eru mjög krefjandi í okkar geira og heiminum öllum núna. Það er ekkert útilokað.“ Umhverfið breytist dag frá degi eins og heimurinn. Taka þurfi ákvarðarnir með reglubundnum hætti. „Þessar aðgerðir miða að því að búa okkur undir það versta en tryggja ákveðinn sveigjanleika svo við getum stokkið af stað þegar markaðir opna aftur og eftirspurnin kallar á framboðið.“ Fljúga áfram á meðan það skilar krónum í kassann Bogi segir flug lítið sem ekkert í dag. Það sé um 14% af upphaflegri áætlun í dag og minnki dag frá degi. Ekki sjái fyrir endann á minnkuninni. „Það er enn þá einhver eftirspurn og svo hjálpa fraktflutningar. Við erum að fylla fraktpláss farþegavélanna með frakt. Við fljúgum áfram meðan það er fjárhagslega hagkvæmt,“ segir Bogi. Öllum þessum flugferðum var aflýst í morgun. Um daglegar fregnir er að ræða á meðan ferðabanni stendur. Skjáskot af vef Keflavíkurflugvallar í morgun. „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu.“ Hann minnir á að ferðabann sé víða í gildi en það þýði ekki það sama og flugbönn. Icelandair og önnur flugfélög geti áfram flogið með frakt. Hann segir Icelandair í sömu aðstæðum og önnur flugfélög í dag, og ferðaþjónustufyrirtæki. Sambærileg staða í flugheiminum öllum „Markaðurinn, bæði flug- og ferðamannamarkaðurinn hafa horfið á augabragði. Allavega til skamms tíma. Við vonum og reiknum með að birti til aftur,“ segir Bogi Nils. Hann muni ekki eftir sambærilegu ástandi eða hliðstæðu. „Þetta er ekkert erfiðara hjá okkur en öðrum. Þetta er sama staða í löndunum í kringum okkur. Þetta er hagkerfið í heild sinni sem er að glíma við þessa stöðu en auðvitað kemur þetta kannski þyngst niður á þessum greinum því fólk er eiginlega hætt að ferðast.“ Icelandair fylgist dag frá degi með stöðu mála en eigi erfitt með að spá fram í tímann. Starfseminni sé stillt upp þannig að hægt verði að stökkva til. Tryggja ákveðinn sveigjanleika. Allir leggjast á eitt Hann segir starfsfólk Icelandair hafa verið viðbúið leiðinlegum tíðindum í morgun. „Það er búið að vera óvissa hjá okkar fyrirtæki, öðrum hér á landi og í heiminum öllum. Auðvitað er þetta sjokk þegar fréttirnar koma fram en hér standa allir mjög þétt saman, höfum gert undanfarna daga og fólk alls staðar í fyrritækinu verið að stökkva til í þeim einingum þar sem þarf fleiri hendur, til dæmis í þjónustuverinu,“ segir Bogi Nils. „Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgast með því. Samheldnin er mikil þrátt fyrir þessa stöðu.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36