Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2020 16:39 Vegna kórónuveirunnar eru þingmenn hvattir til að vera eins lítið í þingsal og hægt er og fylgjast með umræðum annars staðar frá og að þingflokkar velji sér talsmenn í einstökum málum. Vísir/Frikki Fjármálaráðherra segir stjórnvöld ætlast til þess að viðskiptabankarnir standi með þeim fyrirtækjum sem væru í miklum vanda vegna tekjufalls. Þá komi til greina að skoða leiðir til að létta á gjalddögum vegna skila á virðisaukaskatti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í dag. Annars vegar frumvarpi um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldur kórónuveiru sem kynntar hafa verið og hins vegar frumvarpi um fjáraukalög þessa árs. Í síðarnefnda frumvarpinu er gert ráð fyrir um tuttugu milljarða útgjaldaauka á þessu ári. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/vilhelm Í aðgerðafrumvarpinu (bandorminum) er gert ráð fyrir breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld og fleira. Bjarni sagði kórónufaraldurinn hafa mikil áhrif á afkomu fyrirtækja og heimila og einnig ríkissjóðs. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagðist telja þær aðgerðir sem Alþingi hefði þegar samþykkt til að mynda um bætur á móti skertu starfshlutfalli og laun í sóttkví skipta gríðarlega miklu máli. Oddný G. Harðardóttir hefur áhyggjur af atvinnuleysinu.Vísir/Vilhelm „En þær eru almennar og þær eru tímabundnar. Ég hef áhyggjur af fyrirtækjum sem eru í algjöru frosti og hafa fyrir þennan skell sagt upp fólki. Ég hef áhyggjur af sveitarfélögum sem þetta ástand bitnar sérstaklega á,“ sagði Oddný. Atvinnuleysi á Suðurnesjum væri til að mynda komið í 11% og spurði hún hvort til greina kæmi að hækka atvinnuleysisbætur. Fyrirtæki hvött til að færa launakostnað á ríkið Fjármálaráðherra minnti á að ríkisstjórnin hefði hækkað atvinnuleysisbætur um tæp tuttugu prósent fyrir tæpum tveimur árum í einu skrefi. Aðgerðir stjórnvalda nú miðuðu að því að sporna gegn auknu atvinnuleysi. „Við erum beinlínis að hvetja fyrirtæki til að lækka starfshlutfall og að ríkissjóður taki á sig launakostnaðinn.,“ sagði Bjarni. Þetta væru stórtækustu aðgerðir til að forða atvinnuleysi og styðja við fólk sem ella hefði lent á atvinnuleysisskrá sem nokkru sinni hafi verið ráðist í. Stjórnvöld ætluðst til að bankarnir stæðu með þeim fyrirtækjum sem væru í miklum vanda vegna tekjufalls en hafi staðið í skilum árum eða jafnvel áratugum saman. „Við gerum sömuleiðis ráð fyrir því að eigendur, þar sem það getur átt við, styðji við sín félög. Ríkið er hér að koma með mjög stórt innlegg. Það er mikilvægt að við fáum skýr svör frá viðskiptabönkunum um með hvaða hætti þeir ætli að stíga inn í þessa mynd. Sveitarfélögin hafa sömuleiðis hlutverki að gegna,“ sagði Bjarni. Svo yrði að meta á næstu mánuðum hvort nægjanlega hafi verið að gert. Birgir Þórarinsson spyr um hlutverk bankanna.visir/vilhelm Bankarnir nýti svigrúm sitt til aðstoða fyrirtæki og heimili Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði að verið væri að gefa mikið eftir gagnvart bönkunum með niðurfellingu bankaskattsins og spurði fjármálaráðherra hvernig ætti að tryggja að bankarnir kæmu að aðgerðum óháð eignarhaldi þeirra. Fjármálaráðherra sagði ljóst að eiginfjárstaða bankanna væri gríðarlega sterk sögulega og í alþjóðlegum samanburði meðal annars vegna kröfu stjórnvalda um hátt eiginfjárhlutfall þegar betur áraði. „Þannig að nú er svigrúm til að losa aðeins um ólarnar sem eftirlitið hefur á fjármálakerfinu, leyfa þeim að hreyfa sig meira og láta þetta eiginfé fara í vinnslu.,“ sagði Bjarni. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar spurði fjármálaráðherra hvers vegna virðisaukaskatturinn hafi verið undanskilinn varðandi mögulegan greiðslufrest á opinberum gjöldum í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Stjórn og stjórnarandstaðan ræða efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónufaraldurinsFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Það er alveg ljóst að greiðsluflæðið í atvinnulífinu er einfaldlega að þorna upp á næstu vikum og mánuðum. Þess vegna er mjög mikilvægt að ríkið sem er í stöðunni til þess taki aðeins áhættuna með atvinnulífinu okkar. Því á endanum snýst þetta um að taka áhættuna með atvinnulífinu til að vernda störf,“ sagði Þorsteinn. Hann spurði hvort það hefði því ekki verið skynsamlegra að kveða á um almenna greiðslufresti á opinberum gjöldum á næstu þremur mánuðum. Stjórnvöld skoða tilhliðranir með virðisaukaskattinn Bjarni sagði stjórnvöld vera að skoða virðisaukaskattinn og væntanlega þá að horfa til gjalddaga hinn 5. apríl næst komandi. Virðisaukaskatturinn væri sérstakur að því leyti að fyrirtækin væru í hlutverki innheimtumanns hans fyrir ríkissjóð. „En ég hef óskað eftir því sérstaklega að við skoðum með hvaða hætti væri hægt að liðka fyrir fyrirtækjum sem eru í lausafjárskorti og greiðslufrestir vegna virðisaukaskatts gætu hjálpað við þessar aðstæður,“ sagði fjármálaráðherra. Það kæmi vel til greina að stíga frekari skref varðandi virðisaukaskattinn. Stjórnarandstöðuflokkarnir ítrekuðu allir að náið samráð yrði haft við þá um næstu skref og nýjar aðgerðir. Fyrstu umræðu um aðgerðafrumvarpið, fjáraukalög þessa árs, breytingar á sveitarstjórnarlögum til að auka svigrúm þeirra og frumvarp um borgaralega skyldu fólks í almannavörnum lauk skömmu fyrir klukkan fjögur og eru þau mál því öll komin til nefnda. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 á morgun. Alþingi Vinnumarkaður Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnvöld ætlast til þess að viðskiptabankarnir standi með þeim fyrirtækjum sem væru í miklum vanda vegna tekjufalls. Þá komi til greina að skoða leiðir til að létta á gjalddögum vegna skila á virðisaukaskatti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í dag. Annars vegar frumvarpi um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldur kórónuveiru sem kynntar hafa verið og hins vegar frumvarpi um fjáraukalög þessa árs. Í síðarnefnda frumvarpinu er gert ráð fyrir um tuttugu milljarða útgjaldaauka á þessu ári. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/vilhelm Í aðgerðafrumvarpinu (bandorminum) er gert ráð fyrir breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld og fleira. Bjarni sagði kórónufaraldurinn hafa mikil áhrif á afkomu fyrirtækja og heimila og einnig ríkissjóðs. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagðist telja þær aðgerðir sem Alþingi hefði þegar samþykkt til að mynda um bætur á móti skertu starfshlutfalli og laun í sóttkví skipta gríðarlega miklu máli. Oddný G. Harðardóttir hefur áhyggjur af atvinnuleysinu.Vísir/Vilhelm „En þær eru almennar og þær eru tímabundnar. Ég hef áhyggjur af fyrirtækjum sem eru í algjöru frosti og hafa fyrir þennan skell sagt upp fólki. Ég hef áhyggjur af sveitarfélögum sem þetta ástand bitnar sérstaklega á,“ sagði Oddný. Atvinnuleysi á Suðurnesjum væri til að mynda komið í 11% og spurði hún hvort til greina kæmi að hækka atvinnuleysisbætur. Fyrirtæki hvött til að færa launakostnað á ríkið Fjármálaráðherra minnti á að ríkisstjórnin hefði hækkað atvinnuleysisbætur um tæp tuttugu prósent fyrir tæpum tveimur árum í einu skrefi. Aðgerðir stjórnvalda nú miðuðu að því að sporna gegn auknu atvinnuleysi. „Við erum beinlínis að hvetja fyrirtæki til að lækka starfshlutfall og að ríkissjóður taki á sig launakostnaðinn.,“ sagði Bjarni. Þetta væru stórtækustu aðgerðir til að forða atvinnuleysi og styðja við fólk sem ella hefði lent á atvinnuleysisskrá sem nokkru sinni hafi verið ráðist í. Stjórnvöld ætluðst til að bankarnir stæðu með þeim fyrirtækjum sem væru í miklum vanda vegna tekjufalls en hafi staðið í skilum árum eða jafnvel áratugum saman. „Við gerum sömuleiðis ráð fyrir því að eigendur, þar sem það getur átt við, styðji við sín félög. Ríkið er hér að koma með mjög stórt innlegg. Það er mikilvægt að við fáum skýr svör frá viðskiptabönkunum um með hvaða hætti þeir ætli að stíga inn í þessa mynd. Sveitarfélögin hafa sömuleiðis hlutverki að gegna,“ sagði Bjarni. Svo yrði að meta á næstu mánuðum hvort nægjanlega hafi verið að gert. Birgir Þórarinsson spyr um hlutverk bankanna.visir/vilhelm Bankarnir nýti svigrúm sitt til aðstoða fyrirtæki og heimili Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði að verið væri að gefa mikið eftir gagnvart bönkunum með niðurfellingu bankaskattsins og spurði fjármálaráðherra hvernig ætti að tryggja að bankarnir kæmu að aðgerðum óháð eignarhaldi þeirra. Fjármálaráðherra sagði ljóst að eiginfjárstaða bankanna væri gríðarlega sterk sögulega og í alþjóðlegum samanburði meðal annars vegna kröfu stjórnvalda um hátt eiginfjárhlutfall þegar betur áraði. „Þannig að nú er svigrúm til að losa aðeins um ólarnar sem eftirlitið hefur á fjármálakerfinu, leyfa þeim að hreyfa sig meira og láta þetta eiginfé fara í vinnslu.,“ sagði Bjarni. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar spurði fjármálaráðherra hvers vegna virðisaukaskatturinn hafi verið undanskilinn varðandi mögulegan greiðslufrest á opinberum gjöldum í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Stjórn og stjórnarandstaðan ræða efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónufaraldurinsFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Það er alveg ljóst að greiðsluflæðið í atvinnulífinu er einfaldlega að þorna upp á næstu vikum og mánuðum. Þess vegna er mjög mikilvægt að ríkið sem er í stöðunni til þess taki aðeins áhættuna með atvinnulífinu okkar. Því á endanum snýst þetta um að taka áhættuna með atvinnulífinu til að vernda störf,“ sagði Þorsteinn. Hann spurði hvort það hefði því ekki verið skynsamlegra að kveða á um almenna greiðslufresti á opinberum gjöldum á næstu þremur mánuðum. Stjórnvöld skoða tilhliðranir með virðisaukaskattinn Bjarni sagði stjórnvöld vera að skoða virðisaukaskattinn og væntanlega þá að horfa til gjalddaga hinn 5. apríl næst komandi. Virðisaukaskatturinn væri sérstakur að því leyti að fyrirtækin væru í hlutverki innheimtumanns hans fyrir ríkissjóð. „En ég hef óskað eftir því sérstaklega að við skoðum með hvaða hætti væri hægt að liðka fyrir fyrirtækjum sem eru í lausafjárskorti og greiðslufrestir vegna virðisaukaskatts gætu hjálpað við þessar aðstæður,“ sagði fjármálaráðherra. Það kæmi vel til greina að stíga frekari skref varðandi virðisaukaskattinn. Stjórnarandstöðuflokkarnir ítrekuðu allir að náið samráð yrði haft við þá um næstu skref og nýjar aðgerðir. Fyrstu umræðu um aðgerðafrumvarpið, fjáraukalög þessa árs, breytingar á sveitarstjórnarlögum til að auka svigrúm þeirra og frumvarp um borgaralega skyldu fólks í almannavörnum lauk skömmu fyrir klukkan fjögur og eru þau mál því öll komin til nefnda. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 á morgun.
Alþingi Vinnumarkaður Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira