Menntun og mannréttindi fatlaðra barna og ungmenna Anna Lára Steindal skrifar 24. mars 2020 15:00 Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun