Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2020 16:30 Svona var um að lítast í Kringlunni í gær á fyrsta degi samkomubanns. Þar eru þó fjölmargar verslanir opnar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar. Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýju tilmælin á sunnudag og taka þau mið af tillögu sóttvarnarlæknis. Skellt í lás víða Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Í matvörubúðum og apótekum verður áfram heimilt að hafa allt að hundrað manns inn í einu, að því gefnu að hægt sé að halda minnst tveggja metra fjarlægð milli fólks. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum verður lokað meðan á þessum takmörkunum stendur og á það einnig við um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir fellur allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Erfið staða fyrir mörg fyrirtæki Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir stöðuna afar erfiða fyrir mörg fyrirtæki. Byggingaverslunum gangi ágætlega þótt það valdi vandræðum að hafa aðeins tuttugu einstaklinga inni í verslunum í einu. Andres Magnússon hjá samtökum verslunar og þjónustu.Vísir/Baldur Hrafnkell „Fyrir aðrar búðir og þjónustuaðila þá er þetta að hafa gífurleg áhrif. Fyrir verslanir í miðbænum og verslunarmiðstöðum er þetta stórkostlegt fall í eftirspurn sem skiptir tugum prósenta. Mörg fyrirtæki eru að skerða þjónustu, stytta opnunartímann og í sumum tilfellum beinlínis að loka“ Það eru því ekki eingöngu fyritæki sem verða að loka vegna bannsins sem eru að skella í lás. Mörg fyrirtæki sjá ekki hag sinn í að hafa opið. Verslun færist meira á netið „Það er bara kalt mat hjá mörgum að það sé betra og hagkvæmara að skella í lás en að hafa opið og viðskipti eru sáralítil,“ segir Andrés Magnússon og bendir á að reynt sé að spyrna við fótum með því að benda á heimsendingarþjónustu og vefverslun. Hvetur hann fólk til að nýta sér þá þjónustu. Það geti orðið stóra breytingin eftir þetta ástand að netverslun verði stærri hluti af viðskiptum en áður. Hann segist auðvitað hafa áhyggjur af því að fyrirtæki lifi ekki ástandið af. „Hins vegar er þetta útspili sem ríkisstjórnin kynnti um helgina frábært í alla staði. Maður fann bara að fólk í atvinnulífinu, fólk í fyrirtækjum hjá okkur, andaði léttar því þetta gefur fyrirtækjum ráðrúm til að sjá aðeins fram í tímann og búið að létta undir með launakostnaðinn sem er stærsti útgjaldaliðurinn í flestum rekstri.“ Bannið þyngir róðurinn Hertara samkomubann nær einnig til tannlækna sem sjá fram á talsvert tekjutap. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. „Neyðartilvikum verður enn þá sinnt en þetta reglulega eftirlit, tannhreinsun, viðgerðir og svona sem kannski telst ekki til brýnna nauðsynja akkúrat núna og má fresta um einhverjar vikur, því verður frestað,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir skilgreina Kringluna eins og miðbæ Reykjavíkur. Þar gilda ekki fjöldatakmarkanir í almennum rýmum en sameiginlegum seturýmum verður lokað, til dæmis á Stjörnutorgi. Hvernig er hljóðið í kaupmönnum? „Já það er náttúrulega búið að vera miklar áhyggjur í gangi, eðlilega, tekjufall er mikið en engu að síður hafa þessar aðgerðir stjórnvalda, þær hafa sefað áhyggjur manna og menn svona sjá það að það er samstaða um það að taka þetta verkefni saman,“ sagði Sigurjón Örn Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar í samtali við fréttastofu. Staðir um veitingaleyfi geta haft opið til klukkan 23 Samkomubann gildir um staði sem hafa eingöngu skemmtanaleyfi en þeir sem hafa veitingaleyfi geta haft opið til klukkan 23 en þurfa að útfæra þjónustuna eftir tuttugu manna hámarksreglunni. Það er því ljóst að margir staðir muni loka og má segja að djammið sé komið í sóttkví. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Verslun Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar. Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýju tilmælin á sunnudag og taka þau mið af tillögu sóttvarnarlæknis. Skellt í lás víða Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Í matvörubúðum og apótekum verður áfram heimilt að hafa allt að hundrað manns inn í einu, að því gefnu að hægt sé að halda minnst tveggja metra fjarlægð milli fólks. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum verður lokað meðan á þessum takmörkunum stendur og á það einnig við um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir fellur allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Erfið staða fyrir mörg fyrirtæki Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir stöðuna afar erfiða fyrir mörg fyrirtæki. Byggingaverslunum gangi ágætlega þótt það valdi vandræðum að hafa aðeins tuttugu einstaklinga inni í verslunum í einu. Andres Magnússon hjá samtökum verslunar og þjónustu.Vísir/Baldur Hrafnkell „Fyrir aðrar búðir og þjónustuaðila þá er þetta að hafa gífurleg áhrif. Fyrir verslanir í miðbænum og verslunarmiðstöðum er þetta stórkostlegt fall í eftirspurn sem skiptir tugum prósenta. Mörg fyrirtæki eru að skerða þjónustu, stytta opnunartímann og í sumum tilfellum beinlínis að loka“ Það eru því ekki eingöngu fyritæki sem verða að loka vegna bannsins sem eru að skella í lás. Mörg fyrirtæki sjá ekki hag sinn í að hafa opið. Verslun færist meira á netið „Það er bara kalt mat hjá mörgum að það sé betra og hagkvæmara að skella í lás en að hafa opið og viðskipti eru sáralítil,“ segir Andrés Magnússon og bendir á að reynt sé að spyrna við fótum með því að benda á heimsendingarþjónustu og vefverslun. Hvetur hann fólk til að nýta sér þá þjónustu. Það geti orðið stóra breytingin eftir þetta ástand að netverslun verði stærri hluti af viðskiptum en áður. Hann segist auðvitað hafa áhyggjur af því að fyrirtæki lifi ekki ástandið af. „Hins vegar er þetta útspili sem ríkisstjórnin kynnti um helgina frábært í alla staði. Maður fann bara að fólk í atvinnulífinu, fólk í fyrirtækjum hjá okkur, andaði léttar því þetta gefur fyrirtækjum ráðrúm til að sjá aðeins fram í tímann og búið að létta undir með launakostnaðinn sem er stærsti útgjaldaliðurinn í flestum rekstri.“ Bannið þyngir róðurinn Hertara samkomubann nær einnig til tannlækna sem sjá fram á talsvert tekjutap. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. „Neyðartilvikum verður enn þá sinnt en þetta reglulega eftirlit, tannhreinsun, viðgerðir og svona sem kannski telst ekki til brýnna nauðsynja akkúrat núna og má fresta um einhverjar vikur, því verður frestað,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir skilgreina Kringluna eins og miðbæ Reykjavíkur. Þar gilda ekki fjöldatakmarkanir í almennum rýmum en sameiginlegum seturýmum verður lokað, til dæmis á Stjörnutorgi. Hvernig er hljóðið í kaupmönnum? „Já það er náttúrulega búið að vera miklar áhyggjur í gangi, eðlilega, tekjufall er mikið en engu að síður hafa þessar aðgerðir stjórnvalda, þær hafa sefað áhyggjur manna og menn svona sjá það að það er samstaða um það að taka þetta verkefni saman,“ sagði Sigurjón Örn Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar í samtali við fréttastofu. Staðir um veitingaleyfi geta haft opið til klukkan 23 Samkomubann gildir um staði sem hafa eingöngu skemmtanaleyfi en þeir sem hafa veitingaleyfi geta haft opið til klukkan 23 en þurfa að útfæra þjónustuna eftir tuttugu manna hámarksreglunni. Það er því ljóst að margir staðir muni loka og má segja að djammið sé komið í sóttkví. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Verslun Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira