Gefur eftir helming launa sinna Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 19:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira