Loðnubrestur í veldisvexti Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. apríl 2020 12:00 „Loðnan finnst ekki, eins og óttast hefur verið undanfarnar vikur, og íslensk uppsjávarfyrirtæki búa sig undir að mæta verkefnaleysi sem því fylgir með því að draga saman seglin. Loðnubrestur er mikið högg, ekki bara fyrir fyrirtækin í greininni heldur samfélagið allt. Ætli ríkissjóður sé ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum. Útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna og hefur loðnan að jafnaði verið næstverðmætasta útflutningstegund íslensks sjávarútvegs síðustu ár.“ (Frétt á Mbl.is, 19. mars 2019) Fréttir á borð við þessa eru jafn sjálfsagðar fyrir íslenska þjóð eins og hafragrautur og lýsi á morgnana. Ísland átti öldum saman allt undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Hvert mannsbarn vissi og veit hvað aflabrestur þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar. Ný breyta í jöfnunni Í áratugi hefur hagstjórn tekið mið af gengi sjávarútvegs. Ríkisstjórnir hafa haldið velli og fallið eftir því hvernig áraði í sjávarútvegi. Þá hafa sérstök lög hafa verið smíðuð til varnar starfsmönnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Má þar nefna lög nr. 51/1995, um rétt vinnuveitenda til að sækja greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna tímabundinnar vinnslustöðvunar sökum hráefnisskorts. En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta. Högg af annarri stærðargráðu Eins og allir vita, þá hefur ferðaþjónusta á Íslandi og í heiminum öllum, nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum. Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum. „Aflabresturinn er algjör“ var eitt sinn sagt. Í fyrra námu gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu um 470 milljörðum króna. Ef tekjufallið verður algjört er það sambærilegt við tvo loðnubrestiá mánuði í heilt ár. Ríkissjóður gæti orðið fyrir 60 milljarða króna tekjutapi hvað varðar beinar skatttekjur frá ferðaþjónustu auk tugmilljarða sem rekja má til umsvifa í greinum tengdum ferðaþjónustu. Gripið hefur verið til sértækra og róttækra aðgerða til „hjálpar“ af minna tilefni. Dugir ekki að vera duglegur Ferðaþjónusta er að sjálfsögðu ekki eina atvinnugreinin sem verður fyrir höggi. En hún verður fyrir langmesta högginu. Það er ekki hægt að frysta ferðaþjónustu og selja hana síðar, þegar betur árar. Það er ekki hægt að setja hana upp í hillu og bíða eftir að eftirspurn glæðist. Það er ekki hægt að vera duglegur og vinna tímabundið aðeins meira og ná með því inn aukinni veltu vegna tímabundinnar lokunar fyrirtækja. Ferðaþjónustufyrirtæki geta flest ekki aðlagað sína þjónustu og selt hana öðrum en erlendum ferðamönnum. Innanlandsmarkaðurinn er lítill og verður í besta falli dropi í hafið, hvað eftirspurn varðar. Hver dagur felur í sér tapaðar tekjur. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú þarf sértækar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Koma þeim í skjól meðan Covid-19 hrellir heimsbyggðina – binda skipin einfaldlega við bryggju. Það fer enginn á sjó með tilheyrandi kostnaði, þegar öllum er ljóst að ekkert fiskast. Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum. Ferðaþjónusta landsins má ekki verða það löskuð, að hún muni ekki verða í stakk búin til að veita þá viðspyrnu sem við munum sárlega þurfa á að halda. Þekking, reynsla og viðskiptasambönd að ógleymdri ástríðu og eldmóði frumkvöðla og fjölskyldna um land allt mun tapast úr greininni, með skelfilegum afleiðingum. Allra hagur Það er vinsæl samlíking þessa dagana að við séum öll á sama báti og það er vissulega rétt. Nú er það hagur allra að setja ferðaþjónustuna í öndunarvél. Ríkisins, sveitarfélaganna, atvinnulífsins og ekki síst launþega og heimila í landinu. Allt er þetta ein heild - sem lítur á endanum sömu lögmálum. Það ætti að vera augljóst. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Loðnan finnst ekki, eins og óttast hefur verið undanfarnar vikur, og íslensk uppsjávarfyrirtæki búa sig undir að mæta verkefnaleysi sem því fylgir með því að draga saman seglin. Loðnubrestur er mikið högg, ekki bara fyrir fyrirtækin í greininni heldur samfélagið allt. Ætli ríkissjóður sé ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum. Útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna og hefur loðnan að jafnaði verið næstverðmætasta útflutningstegund íslensks sjávarútvegs síðustu ár.“ (Frétt á Mbl.is, 19. mars 2019) Fréttir á borð við þessa eru jafn sjálfsagðar fyrir íslenska þjóð eins og hafragrautur og lýsi á morgnana. Ísland átti öldum saman allt undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Hvert mannsbarn vissi og veit hvað aflabrestur þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar. Ný breyta í jöfnunni Í áratugi hefur hagstjórn tekið mið af gengi sjávarútvegs. Ríkisstjórnir hafa haldið velli og fallið eftir því hvernig áraði í sjávarútvegi. Þá hafa sérstök lög hafa verið smíðuð til varnar starfsmönnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Má þar nefna lög nr. 51/1995, um rétt vinnuveitenda til að sækja greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna tímabundinnar vinnslustöðvunar sökum hráefnisskorts. En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta. Högg af annarri stærðargráðu Eins og allir vita, þá hefur ferðaþjónusta á Íslandi og í heiminum öllum, nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum. Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum. „Aflabresturinn er algjör“ var eitt sinn sagt. Í fyrra námu gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu um 470 milljörðum króna. Ef tekjufallið verður algjört er það sambærilegt við tvo loðnubrestiá mánuði í heilt ár. Ríkissjóður gæti orðið fyrir 60 milljarða króna tekjutapi hvað varðar beinar skatttekjur frá ferðaþjónustu auk tugmilljarða sem rekja má til umsvifa í greinum tengdum ferðaþjónustu. Gripið hefur verið til sértækra og róttækra aðgerða til „hjálpar“ af minna tilefni. Dugir ekki að vera duglegur Ferðaþjónusta er að sjálfsögðu ekki eina atvinnugreinin sem verður fyrir höggi. En hún verður fyrir langmesta högginu. Það er ekki hægt að frysta ferðaþjónustu og selja hana síðar, þegar betur árar. Það er ekki hægt að setja hana upp í hillu og bíða eftir að eftirspurn glæðist. Það er ekki hægt að vera duglegur og vinna tímabundið aðeins meira og ná með því inn aukinni veltu vegna tímabundinnar lokunar fyrirtækja. Ferðaþjónustufyrirtæki geta flest ekki aðlagað sína þjónustu og selt hana öðrum en erlendum ferðamönnum. Innanlandsmarkaðurinn er lítill og verður í besta falli dropi í hafið, hvað eftirspurn varðar. Hver dagur felur í sér tapaðar tekjur. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú þarf sértækar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Koma þeim í skjól meðan Covid-19 hrellir heimsbyggðina – binda skipin einfaldlega við bryggju. Það fer enginn á sjó með tilheyrandi kostnaði, þegar öllum er ljóst að ekkert fiskast. Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum. Ferðaþjónusta landsins má ekki verða það löskuð, að hún muni ekki verða í stakk búin til að veita þá viðspyrnu sem við munum sárlega þurfa á að halda. Þekking, reynsla og viðskiptasambönd að ógleymdri ástríðu og eldmóði frumkvöðla og fjölskyldna um land allt mun tapast úr greininni, með skelfilegum afleiðingum. Allra hagur Það er vinsæl samlíking þessa dagana að við séum öll á sama báti og það er vissulega rétt. Nú er það hagur allra að setja ferðaþjónustuna í öndunarvél. Ríkisins, sveitarfélaganna, atvinnulífsins og ekki síst launþega og heimila í landinu. Allt er þetta ein heild - sem lítur á endanum sömu lögmálum. Það ætti að vera augljóst. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun