Tækifærið - til að hugsa tvennt í einu Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 25. mars 2020 10:30 Kórónavírusinn hægir á heiminum og dregur verulega úr mengun, sérstaklega í borgum og iðnkjörnum. Gervihnattamyndir frá Nasa og Evrópsku Geimvísindastofnuninni (ESA) sýna þetta svart á hvítu. Frá því að Ítalía lýsti yfir útgöngubanni 9. mars hefur magn köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) í andrúmsloftinu á norður Ítalíu minnkað um 40%. Í mið- og austur Kína hefur það verið 10-30% minna en venjulega að sögn NASA. Sérfræðingar hafa sagt áhrif Covid-19 á andrúmsloftið geta orðið „stærstu tilraun sögunnar“ þegar kemur að áhrifum mengunar á líf okkar, ekki síður en áhrif lifnaðarhátta okkar á loftið sem við öndum að okkur og getu jarðarinnar til að endurnýja sig. Stóra spurningin Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 430.000 manns smitast víða um heim, rúmlega 19.000 látið lífið og rúmlega 110.000 læknast af Covid-19. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) deyja kringum 7 milljónir manna árlega af orsökum sem rekja má til mengunar. Um 90% af íbúum jarðar eru búsettir á stöðum þar sem gæði lofts er fyrir neðan heilbrigðismörk. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort að Covid-19 hafi á endanum þau áhrif að draga úr dauðsföllum vegna minni mengunar tímabundið og hugsanlega til lengri tíma líka, eftir því hvernig við höldum á spöðunum. Í öllu falli er ljóst að faraldurinn er víða að draga úr mengun, alla vega til skamms tíma. Hvort við berum gæfu til að stíga inn í það rof eða þá truflun (e. disruption) sem ástandið skapar, með markvissum ásetningi um að draga úr mengun um ókomna tíð, er stóra spurningin. Loftslagsváin og Covid 19 Að sögn Paul Polmans, formanns Alþjóðaviðskiptaráðsins og varaformanns UN Global Compact, er Covid-19 risavaxin áskorun ólík nokkru sem við höfum staðið frammi fyrir áður. Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á samvinnu og samstíga aðgerðum þvert á geira og lönd. „Hún (veiran) breiðist hratt út, er talin tvöfaldast í útbreiðslu rúmlega annan hvern dag, hugsanlega áttafaldast á viku og fjögurþúsundfaldast á fjórum vikum“. Líkt og með Covid-19 fer loftslagsváin ekki í manngreinarálit. Þótt hún birtist á ólíkan hátt eftir svæðum og lifnaðarháttum, er loftslagsváin verkefni sem krefst afgerandi og samstíga viðbragða líkt og heimsfaraldur. Og líkt og heimsfaraldur, ógnar loftslagsváin öllu mannkyninu, alls staðar á jörðinni. Það skiptir ekki máli í hvaða landi, menningu, á hvaða ferðalagi við erum, þá snertir hún líf okkar allra á einn eða annan hátt. Samvinna og góð gögn Besta mótvægisaðgerðin í báðum tilfellum er samvinna og besta vörnin eru upplýsingar og vísindaleg þekking, líkt og sagnfræðingurinn og höfundur Homo sapiens Yuval Noah Harari skrifaði nýverið í Time. Hvað varðar loftslagsvánna höfum við vísindalega þekkingu, en ólikt Covid-19 skortir tilfinninguna fyrir neyðarástandinu í loftslagsmálum, ásetninginn og samvinnuna. Það verður áhugavert að sjá er fram líða stundir hvort og hvernig Covid-19 hjálpi okkur að bæta þar úr. Verkfærin eru til Íslenska ríkisstjórnin, líkt og ríkisstjórnir víða um heim, eru að kynna aðgerðaráætlanir og björgunarpakka, sem til skamms tíma (nokkrir mánuðir upp í rúmlega ár) fjalla um að bjarga lífum, afkomu fólks og að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Eftir það hefst tímabil endurreisnar og uppbyggingar til lengri tíma. Uppbyggingarstarf er ekki orðum ofaukið því heimurinn verður ekki samur aftur. Þrýstingur á fjármálastofnanir, seðlabanka og ríki heims fer nú vaxandi um að byggja allar aðgerðir og ákvarðanir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5 gráða. "Það er skylda okkur að jafna okkur betur" og öðruvísi en við gerðum eftir fjármálakrísuna 2008, sagði António Guterres, aðalritari Sþ. Við okkur blasir nú einstakt tækifæri til að flýta fyrir umbreytingunni í átt að sjálfbærara og samfélagslega ábyrgara hagkerfi, með því að hanna hvatakerfi og stuðning við uppbyggingarstarf meðvitað með þann ásetning. Jarðvegurinn er sannarlega til staðar. Því á sama tíma og ástandið er ekkert minna en ógnvekjandi og áhrif Covid 19 til lengri tíma eiga eftir að sýna sig, felast í því gríðarleg tækifæri. Tækifæri sem við erum undirbúnari fyrir en okkur ef til vill grunar, þar sem við stöndum í mesta lagi í miðjum storminum þegar þetta er skrifað. Höfundur er þróunar-og átakfræðingur og framkvæmdastjóri Festu -miðstöð um samfélagsábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Kórónavírusinn hægir á heiminum og dregur verulega úr mengun, sérstaklega í borgum og iðnkjörnum. Gervihnattamyndir frá Nasa og Evrópsku Geimvísindastofnuninni (ESA) sýna þetta svart á hvítu. Frá því að Ítalía lýsti yfir útgöngubanni 9. mars hefur magn köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) í andrúmsloftinu á norður Ítalíu minnkað um 40%. Í mið- og austur Kína hefur það verið 10-30% minna en venjulega að sögn NASA. Sérfræðingar hafa sagt áhrif Covid-19 á andrúmsloftið geta orðið „stærstu tilraun sögunnar“ þegar kemur að áhrifum mengunar á líf okkar, ekki síður en áhrif lifnaðarhátta okkar á loftið sem við öndum að okkur og getu jarðarinnar til að endurnýja sig. Stóra spurningin Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 430.000 manns smitast víða um heim, rúmlega 19.000 látið lífið og rúmlega 110.000 læknast af Covid-19. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) deyja kringum 7 milljónir manna árlega af orsökum sem rekja má til mengunar. Um 90% af íbúum jarðar eru búsettir á stöðum þar sem gæði lofts er fyrir neðan heilbrigðismörk. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort að Covid-19 hafi á endanum þau áhrif að draga úr dauðsföllum vegna minni mengunar tímabundið og hugsanlega til lengri tíma líka, eftir því hvernig við höldum á spöðunum. Í öllu falli er ljóst að faraldurinn er víða að draga úr mengun, alla vega til skamms tíma. Hvort við berum gæfu til að stíga inn í það rof eða þá truflun (e. disruption) sem ástandið skapar, með markvissum ásetningi um að draga úr mengun um ókomna tíð, er stóra spurningin. Loftslagsváin og Covid 19 Að sögn Paul Polmans, formanns Alþjóðaviðskiptaráðsins og varaformanns UN Global Compact, er Covid-19 risavaxin áskorun ólík nokkru sem við höfum staðið frammi fyrir áður. Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á samvinnu og samstíga aðgerðum þvert á geira og lönd. „Hún (veiran) breiðist hratt út, er talin tvöfaldast í útbreiðslu rúmlega annan hvern dag, hugsanlega áttafaldast á viku og fjögurþúsundfaldast á fjórum vikum“. Líkt og með Covid-19 fer loftslagsváin ekki í manngreinarálit. Þótt hún birtist á ólíkan hátt eftir svæðum og lifnaðarháttum, er loftslagsváin verkefni sem krefst afgerandi og samstíga viðbragða líkt og heimsfaraldur. Og líkt og heimsfaraldur, ógnar loftslagsváin öllu mannkyninu, alls staðar á jörðinni. Það skiptir ekki máli í hvaða landi, menningu, á hvaða ferðalagi við erum, þá snertir hún líf okkar allra á einn eða annan hátt. Samvinna og góð gögn Besta mótvægisaðgerðin í báðum tilfellum er samvinna og besta vörnin eru upplýsingar og vísindaleg þekking, líkt og sagnfræðingurinn og höfundur Homo sapiens Yuval Noah Harari skrifaði nýverið í Time. Hvað varðar loftslagsvánna höfum við vísindalega þekkingu, en ólikt Covid-19 skortir tilfinninguna fyrir neyðarástandinu í loftslagsmálum, ásetninginn og samvinnuna. Það verður áhugavert að sjá er fram líða stundir hvort og hvernig Covid-19 hjálpi okkur að bæta þar úr. Verkfærin eru til Íslenska ríkisstjórnin, líkt og ríkisstjórnir víða um heim, eru að kynna aðgerðaráætlanir og björgunarpakka, sem til skamms tíma (nokkrir mánuðir upp í rúmlega ár) fjalla um að bjarga lífum, afkomu fólks og að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Eftir það hefst tímabil endurreisnar og uppbyggingar til lengri tíma. Uppbyggingarstarf er ekki orðum ofaukið því heimurinn verður ekki samur aftur. Þrýstingur á fjármálastofnanir, seðlabanka og ríki heims fer nú vaxandi um að byggja allar aðgerðir og ákvarðanir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5 gráða. "Það er skylda okkur að jafna okkur betur" og öðruvísi en við gerðum eftir fjármálakrísuna 2008, sagði António Guterres, aðalritari Sþ. Við okkur blasir nú einstakt tækifæri til að flýta fyrir umbreytingunni í átt að sjálfbærara og samfélagslega ábyrgara hagkerfi, með því að hanna hvatakerfi og stuðning við uppbyggingarstarf meðvitað með þann ásetning. Jarðvegurinn er sannarlega til staðar. Því á sama tíma og ástandið er ekkert minna en ógnvekjandi og áhrif Covid 19 til lengri tíma eiga eftir að sýna sig, felast í því gríðarleg tækifæri. Tækifæri sem við erum undirbúnari fyrir en okkur ef til vill grunar, þar sem við stöndum í mesta lagi í miðjum storminum þegar þetta er skrifað. Höfundur er þróunar-og átakfræðingur og framkvæmdastjóri Festu -miðstöð um samfélagsábyrgð.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun