Óðagot á Indlandi vegna útgöngubannsins Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 12:47 Indverjar standa á merktum stöðum í röð eftir að kaupa nauðsynjar í matvöruverslun í Mumbai. Þriggja vikna útgöngubann tók gildi á miðnætti. AP/Rafiq Maqbool Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent