Uppskrift að námi fyrir 0-100 ára Helga Tryggvadóttir skrifar 25. mars 2020 14:00 Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar