Uppskrift að námi fyrir 0-100 ára Helga Tryggvadóttir skrifar 25. mars 2020 14:00 Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun