Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 07:31 Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun