Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar 26. nóvember 2025 14:01 Veturinn er genginn í garð og þá er stutt í jólaskapið hjá landsmönnum. Fólk er eflaust farið að íhuga jólagjafir og í fjölmörgum tilfellum er tilvalið að versla þær á netinu, sérstaklega þegar okkur bjóðast tilboð. Stórir tilboðsdagar líkt og „Black-Friday“ sem er núna á föstudaginn 28. nóvember eða „Cyber Monday“ sem er á mánudaginn 1. desember, mynda fullkomið umhverfi fyrir svindlara á netinu. Þá ber að hafa í huga að á sama tíma og alvöru verslanir keppast við að bjóða afslætti og tilboð, eru svindlarar að setja upp falskar vefsíður, senda út villandi auglýsingar og lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar sínar eða greiða fyrir vörur sem munu aldrei berast. Þannig verða hátíðirnar einn helsti uppskerutími svindlara á netinu og þá er sérstaklega mikilvægt að vera upplýstur og fara varlega við innkaupin. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum í netöryggi sem er gott að hafa í huga til að forðast svindl þegar þú kaupir á netinu: Verslaðu aðeins á öruggum og traustum vefverslunum. Gakktu úr skugga um að slóðin byrji á https:// og að verslunin sé raunveruleg og þekkt. Þá skoðar þú hvort vefsíðan hefur raunverulegt heimilisfang, upplýsingar, umsagnir o.s.frv. Einnig er hægt að leita að vefversluninni í gegnum leitarvél til að skoða umsagnirnar nánar. Notaðu öruggan greiðslumáta með innbyggðri kaupendavernd. Kreditkort eða greiðsluþjónustur sem bjóða endurgreiðslu eru öruggari heldur er beinar millifærslur. ·Varaðu þig á vefveiðum (Phishing) og „of góðum“ tilboðum. Ef tilboðið virðist of gott til að vera satt, þá er það það yfirleitt. Ef tilboð kemur í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, EKKI smella á tengilinn. Farðu frekar sjálf(ur) beint á vefsíðu verslunarinnar sem þú þekkir fremur en að smella á auglýsingu. Gefðu þér tíma og hægðu á þér. Svindlarar reiða sig á streitu, hraða og tilfinningu um að "missa af" (FOMO). Svindlarar nýta einnig hátíðartilboð eins og Black Friday og Cyber Monday til að hvetja til skyndikaupa. Ef verðtilboðið virkar „of gott til að vera satt“ - þá skaltu skoða betur. Verslaðu aðeins í gegnum öruggt net. Forðastu opinber Wi-Fi net og notaðu frekar farsímanet eða VPN þegar þú verslar. Að nota farsímagögn (4G/5G) er alltaf öruggara en ókeypis, opið Wi-Fi þegar þú slærð inn kortaupplýsingar. Með því að hafa varann á getur þú notið jólanna án þess að láta svindla á þér. Gefðu þér tíma til að skoða verslanir og tilboð, ekki treysta öllum auglýsingum og póstum og notaðu öruggan greiðslumáta. Það er alltaf betra að staldra við í eina mínútu og vera viss – heldur en að missa bæði peninginn og jólaandann. Höfundur hefur fimmtán ára reynslu í upplýsingatækni og netöryggi og er sölustjóri Nanitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Veturinn er genginn í garð og þá er stutt í jólaskapið hjá landsmönnum. Fólk er eflaust farið að íhuga jólagjafir og í fjölmörgum tilfellum er tilvalið að versla þær á netinu, sérstaklega þegar okkur bjóðast tilboð. Stórir tilboðsdagar líkt og „Black-Friday“ sem er núna á föstudaginn 28. nóvember eða „Cyber Monday“ sem er á mánudaginn 1. desember, mynda fullkomið umhverfi fyrir svindlara á netinu. Þá ber að hafa í huga að á sama tíma og alvöru verslanir keppast við að bjóða afslætti og tilboð, eru svindlarar að setja upp falskar vefsíður, senda út villandi auglýsingar og lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar sínar eða greiða fyrir vörur sem munu aldrei berast. Þannig verða hátíðirnar einn helsti uppskerutími svindlara á netinu og þá er sérstaklega mikilvægt að vera upplýstur og fara varlega við innkaupin. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum í netöryggi sem er gott að hafa í huga til að forðast svindl þegar þú kaupir á netinu: Verslaðu aðeins á öruggum og traustum vefverslunum. Gakktu úr skugga um að slóðin byrji á https:// og að verslunin sé raunveruleg og þekkt. Þá skoðar þú hvort vefsíðan hefur raunverulegt heimilisfang, upplýsingar, umsagnir o.s.frv. Einnig er hægt að leita að vefversluninni í gegnum leitarvél til að skoða umsagnirnar nánar. Notaðu öruggan greiðslumáta með innbyggðri kaupendavernd. Kreditkort eða greiðsluþjónustur sem bjóða endurgreiðslu eru öruggari heldur er beinar millifærslur. ·Varaðu þig á vefveiðum (Phishing) og „of góðum“ tilboðum. Ef tilboðið virðist of gott til að vera satt, þá er það það yfirleitt. Ef tilboð kemur í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, EKKI smella á tengilinn. Farðu frekar sjálf(ur) beint á vefsíðu verslunarinnar sem þú þekkir fremur en að smella á auglýsingu. Gefðu þér tíma og hægðu á þér. Svindlarar reiða sig á streitu, hraða og tilfinningu um að "missa af" (FOMO). Svindlarar nýta einnig hátíðartilboð eins og Black Friday og Cyber Monday til að hvetja til skyndikaupa. Ef verðtilboðið virkar „of gott til að vera satt“ - þá skaltu skoða betur. Verslaðu aðeins í gegnum öruggt net. Forðastu opinber Wi-Fi net og notaðu frekar farsímanet eða VPN þegar þú verslar. Að nota farsímagögn (4G/5G) er alltaf öruggara en ókeypis, opið Wi-Fi þegar þú slærð inn kortaupplýsingar. Með því að hafa varann á getur þú notið jólanna án þess að láta svindla á þér. Gefðu þér tíma til að skoða verslanir og tilboð, ekki treysta öllum auglýsingum og póstum og notaðu öruggan greiðslumáta. Það er alltaf betra að staldra við í eina mínútu og vera viss – heldur en að missa bæði peninginn og jólaandann. Höfundur hefur fimmtán ára reynslu í upplýsingatækni og netöryggi og er sölustjóri Nanitor.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun