Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2025 11:00 Reglulega fáum við fréttir sem unnar eru úr tölum frá Þjóðskrá um að svo og svo margir Íslendingar séu skráðir utan trúar- og lífskoðunarfélaga. Að sama skapi þykir það fréttnæmt að fólk skrái síg úr þjóðkirkjunni. Það er hins vegar fréttnæmt að mati undirritaðs að um 80% þjóðarinnar séu í dag skráð innan trúfélaga. Það er einnig áhugavert að þeir sem játa kaþólska trú og flytja til landsins skrá sig áfram í kaþólska söfnuðinn hér og kjósa að iðka trú sína í íslenska söfnuðinum. Jafnframt fjölgar enn í öðrum kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. Vandi þjóðkirkjunnar snýr ekki að kristnum trúarboðskap hennar, það sannar góð kirkjusókn við stórar stundir í lífi okkar. Frekar er um samskiptavanda að ræða og klaufaskap. Allt slíkt má laga. Kristin trú hefur fylgt íslensku samfélagi frá landnámi Íslands. Áður en kristin trú var formlega samþykkt á Alþingi árið 1000 voru hér kristnir menn sem komu með og á undan fyrstu landnemunum. Trúin hefur því lagt grunninn að gildismati okkar sem byggir á náungakærleika gangvart öllum mönnum. Trúarbrögðin hafa því miður verið túlkuð af misvitrum mönnum um aldanna rás og oftar en ekki valdið usla og átökum. Þau hafa einnig verið misnotuð í pólitískum tilgangi sem er vítavert. Trú sem byggir á trausti er aftur á móti annar teningur en trúarbrögðin. Við megum ekki láta trúarbrögðin og misgóða túlkun á þeim trufla okkar trú. Hrein og fölskvalaus trú á hina góðu sköpun Guðs sem birtist okkur í kristnum trúarboðskap á að vera okkar leiðarljós. Ég hvet alla kristna einstaklinga að standa vörð um þær stofnanir kristninnar sem þeir treysta, og þó þeir kjósi að yfirgefa einn kristinn söfnuð að færa sig þá í annan. Það er ekki síður mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar sýni í verki að samfélag okkar byggir á kristinni trúarhefð. Þannig viðhöldum við þeirri hefð sem okkur hefur verið treyst fyrir um stundarsakir. Minnumst þessa mikla trúararfs nú í aðdraganda jólanna. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Reglulega fáum við fréttir sem unnar eru úr tölum frá Þjóðskrá um að svo og svo margir Íslendingar séu skráðir utan trúar- og lífskoðunarfélaga. Að sama skapi þykir það fréttnæmt að fólk skrái síg úr þjóðkirkjunni. Það er hins vegar fréttnæmt að mati undirritaðs að um 80% þjóðarinnar séu í dag skráð innan trúfélaga. Það er einnig áhugavert að þeir sem játa kaþólska trú og flytja til landsins skrá sig áfram í kaþólska söfnuðinn hér og kjósa að iðka trú sína í íslenska söfnuðinum. Jafnframt fjölgar enn í öðrum kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. Vandi þjóðkirkjunnar snýr ekki að kristnum trúarboðskap hennar, það sannar góð kirkjusókn við stórar stundir í lífi okkar. Frekar er um samskiptavanda að ræða og klaufaskap. Allt slíkt má laga. Kristin trú hefur fylgt íslensku samfélagi frá landnámi Íslands. Áður en kristin trú var formlega samþykkt á Alþingi árið 1000 voru hér kristnir menn sem komu með og á undan fyrstu landnemunum. Trúin hefur því lagt grunninn að gildismati okkar sem byggir á náungakærleika gangvart öllum mönnum. Trúarbrögðin hafa því miður verið túlkuð af misvitrum mönnum um aldanna rás og oftar en ekki valdið usla og átökum. Þau hafa einnig verið misnotuð í pólitískum tilgangi sem er vítavert. Trú sem byggir á trausti er aftur á móti annar teningur en trúarbrögðin. Við megum ekki láta trúarbrögðin og misgóða túlkun á þeim trufla okkar trú. Hrein og fölskvalaus trú á hina góðu sköpun Guðs sem birtist okkur í kristnum trúarboðskap á að vera okkar leiðarljós. Ég hvet alla kristna einstaklinga að standa vörð um þær stofnanir kristninnar sem þeir treysta, og þó þeir kjósi að yfirgefa einn kristinn söfnuð að færa sig þá í annan. Það er ekki síður mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar sýni í verki að samfélag okkar byggir á kristinni trúarhefð. Þannig viðhöldum við þeirri hefð sem okkur hefur verið treyst fyrir um stundarsakir. Minnumst þessa mikla trúararfs nú í aðdraganda jólanna. Höfundur er guðfræðingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun