Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar 26. nóvember 2025 10:30 Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Utanríkismálanefnd hefur til meðferðar þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um stefnu í varnar- og öryggismálum sem byggð er á vinnu þingmannahóps frá því fyrr á árinu. Einnig er í vinnslu hjá nefndinni þingsályktun Ingibjargar Davíðsdóttur ofl. um að stefnan í varnar- og öryggismálum verði felld þjóðaröryggisstefnuna. Í gær var mælt fyrir frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun almannavarna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra leggur fljótlega fram frumvarp um rýni erlendra fjárfestinga í tengslum við þjóðaröryggi. Einnig er nú unnið að mati á áfallaþoli samfélagsins byggt á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um áfallaþol sem snúa að því að; 1. Tryggja samfellu í stjórnsýslu og opinberri lykilþjónustu. 2. Áfallaþol orkuaðgengis. 3. Geta til að takast á við ófyrirséða fólksflutninga. 4. Aukið áfallaþol matar- og vatnsaðfanga. 5. Geta til að meðhöndla fjölda slasaðra og heilbrigðisvá. 6. Áfallaþolið borgaralegt fjarskiptakerfi. 7. Áfallaþolið borgaralegt samgöngukerfi. Þetta mat er unnið í breiðu samráði um alla stjórnsýsluna undir stjórn dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra og í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið. Horfa þarf einnig til löggæsluáætlana, landhelgisgæsluáætlana, áætlana um styrkingu á landamærum, netöryggisstefnu, matvælastefnu og skýrslu um neyðarbirgðir. Því gefst á Alþingi sjaldgæft tækifæri til að ræða þjóðaröryggi, almannavarnir og varnar- og öryggismál á breiðum grunni. Það er mikilvægt að þingmenn nýti þetta tækifæri vel og í öllum nefndum þar sem þessi mál koma til skoðunar verði horft á þessa tengingu og nefndirnar ræði jafnvel saman um einstaka þætti. Fæstir þættir sem hér eru undir eru pólitísk deilumál og gott tækifæri að vinna þvert á alla flokka. Heildstæð sýn á þjóðaröryggi, almannavarnir, varnar- og öryggismál með skýrri stefnu og góðu lagaumhverfi hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Horfa þarf til allra þátta bæði er snýr að lagaumgjörðinni og stjórnsýslunni og rýnt hvar og hvernig málefnin tengjast og hvort þörf sé á endurskipulagningu og tilfærslu verkefna til að sem mestur slagkraftur náist þvert á stofnanir, samtök, skóla og ráðuneyti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Víðir Reynisson Almannavarnir Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Utanríkismálanefnd hefur til meðferðar þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um stefnu í varnar- og öryggismálum sem byggð er á vinnu þingmannahóps frá því fyrr á árinu. Einnig er í vinnslu hjá nefndinni þingsályktun Ingibjargar Davíðsdóttur ofl. um að stefnan í varnar- og öryggismálum verði felld þjóðaröryggisstefnuna. Í gær var mælt fyrir frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun almannavarna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra leggur fljótlega fram frumvarp um rýni erlendra fjárfestinga í tengslum við þjóðaröryggi. Einnig er nú unnið að mati á áfallaþoli samfélagsins byggt á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um áfallaþol sem snúa að því að; 1. Tryggja samfellu í stjórnsýslu og opinberri lykilþjónustu. 2. Áfallaþol orkuaðgengis. 3. Geta til að takast á við ófyrirséða fólksflutninga. 4. Aukið áfallaþol matar- og vatnsaðfanga. 5. Geta til að meðhöndla fjölda slasaðra og heilbrigðisvá. 6. Áfallaþolið borgaralegt fjarskiptakerfi. 7. Áfallaþolið borgaralegt samgöngukerfi. Þetta mat er unnið í breiðu samráði um alla stjórnsýsluna undir stjórn dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra og í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið. Horfa þarf einnig til löggæsluáætlana, landhelgisgæsluáætlana, áætlana um styrkingu á landamærum, netöryggisstefnu, matvælastefnu og skýrslu um neyðarbirgðir. Því gefst á Alþingi sjaldgæft tækifæri til að ræða þjóðaröryggi, almannavarnir og varnar- og öryggismál á breiðum grunni. Það er mikilvægt að þingmenn nýti þetta tækifæri vel og í öllum nefndum þar sem þessi mál koma til skoðunar verði horft á þessa tengingu og nefndirnar ræði jafnvel saman um einstaka þætti. Fæstir þættir sem hér eru undir eru pólitísk deilumál og gott tækifæri að vinna þvert á alla flokka. Heildstæð sýn á þjóðaröryggi, almannavarnir, varnar- og öryggismál með skýrri stefnu og góðu lagaumhverfi hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Horfa þarf til allra þátta bæði er snýr að lagaumgjörðinni og stjórnsýslunni og rýnt hvar og hvernig málefnin tengjast og hvort þörf sé á endurskipulagningu og tilfærslu verkefna til að sem mestur slagkraftur náist þvert á stofnanir, samtök, skóla og ráðuneyti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun