10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir og Freyja Pétursdóttir skrifa 26. nóvember 2025 10:00 Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun