10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir og Freyja Pétursdóttir skrifa 26. nóvember 2025 10:00 Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Sjá meira
Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun