ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 19:30 Kvennalið ÍR en þær munu ekki leika í deildarkeppninni á næstu leiktíð. mynd/ír Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sjá meira