Alls hafa nú verið staðfest nærri sjötíu þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi.
Að minnsta kosti 1.050 hafa nú látið lífið þar í landi, flestir í New York, þar sem um 30 þúsund eru smitaðir og um þrjú hundruð látnir.
Á heimsvísu er tala látinna nú komin yfir 21 þúsund manns. Staðfest smit í heiminum eru nú um 471 þúsund.
Stjórnvöld í japönsku höfuðborginni Tókýó vöruðu í nótt fólk við að fara út fyrir hússins dyr og biðla til borgarbúa að halda sig heima um helgina til að reyna að koma í veg fyrir sprengingu smita.
Í gær voru rúmlega fjörutíu tilfeli staðfest í borginni sem er nýtt met og óttast menn að veiran dreifist nú hratt meðal íbúa.