Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 09:09 Starfsmaður Bandaríkjaþings heldur á eintaki af björgunarpakkafrumvarpinu í öldungadeildinni í gær. Frumvarpið telur alls 880 blaðsíður. Vísir/EPA Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin, þar sem demókratar fara með meirihluta, afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um beingreiðslur til um 150 milljóna bandarískra heimila, lánveitingar til fyrirtækja smárra sem stórra, milljarða dollara innspýtingu í atvinnuleysisbætur og stóraukin framlög til sjúkrahúsa, að sögn Washington Post. Það var samþykkt með 96 atkvæðum gegn engu mótatkvæði. Þingmennirnir fjórir sem voru fjarverandi voru ýmist í sóttkví eða smitaðir af kórónuveirunni. Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Eingreiðsla til almennings hljóðar upp á 1.200 dollara á hvern fullorðinn einstakling, jafnvirði um 170.000 íslenskra króna, og 500 dollara á hvert barn, jafnvirði um 71 þúsund króna. Hálf biljón dollara fer í lánveitingar til fyrirtækja, borga og ríkja og 367 milljarða dollara í sjóð til að hjálpa minni fyrirtækjum að forðast að segja upp starfsfólki í kreppunni. Heildarkostnaður aðgerðanna upp á 2,2 biljónir dollara er sögð besta ágiskun Hvíta hússins. Það er um helmingur árlegra fjárlaga bandarísku alríkisstjórnarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði bandaríska þjóð nú ganga í gegnum neyðarástand sem væri fordæmalaust í seinni tíð fyrir atkvæðagreiðsluna. Eftir að frumvarpið var samþykkt sendi hann þingmenn heim en sagðist tilbúinn að kalla þá aftur til starfa með skömmum fyrirvara.AP/Sjónvarpsrás öldungadeildarinnar Fyrirtæki Trump geta ekki sótt um ríkisaðstoð Flugfélög eru einn helsti bótaþeginn í frumvarpinu. Farþegaflugfélög eiga rétt á um 25 milljörðum dollara, jafnvirði um 3.500 milljörðum íslenskra króna, í lán og tryggingar og gætu fengið sömu upphæð til viðbótar í styrki frá skattgreiðendum. Skilyrði um að flugfélög yrðu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að fá ríkisaðstoð voru felld úr frumvarpinu áður en það var samþykkt. Washington Post segir að fyrirtæki sem Donald Trump forseti, embættismenn í Hvíta húsinu eða bandarískir þingmenn eiga geta ekki sótt um lán frá alríkisstjórninni. Það bendi til þess að hótel og klúbbar Trump forseta sem hafa þurft að loka vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu faraldursins geti ekki fengið aðstoð skattgreiðenda. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, áætlar að björgunarpakkinn geti haldið hagkerfinu með höfuðið upp úr vatni í þrjá mánuði. „Vonandi þurfum við ekki á þessu að halda í þrjá mánuði,“ sagði hann. Þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt einróma voru ýmsar efasemdir á lofti innan beggja flokka. Þannig óttuðust hörðustu íhaldsmennirnir úr flokki repúblikana að frumvarpið gengi of langt en frjálslyndustu demókratar að það gengi of skammt. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York þar sem ástandið versnar dag frá degi, varaði við því að ríki hans fengi alltof lítið fjármagn til að glíma við faraldurinn með björgunarpakkanum. Leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, Steny Hoyer, segir að björgunarpakkinn verði tekinn til atkvæðagreiðslu þar á föstudagsmorgun. Trump forseti hefur sagst ætla að staðfesta lögin um leið og þau koma inn á hans borð. Um 69.000 manns hafa greinst með kórónuveirusmit í Bandaríkjunum til þessa og fleiri en þúsund manns hafa látið lífið. „Heilbrigðiskerfið okkar er ekki tilbúið að annast þá veiku. Vinnuaflið okkar er atvinnulaust. Fyrirtækin okkar geta ekki stundað viðskipti. Verksmiðjurnar okkar standa tómar. Hjól bandaríska hagkerfisins hafa stöðvast,“ varaði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, við í gær.Vísir/EPA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23. mars 2020 13:57 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin, þar sem demókratar fara með meirihluta, afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um beingreiðslur til um 150 milljóna bandarískra heimila, lánveitingar til fyrirtækja smárra sem stórra, milljarða dollara innspýtingu í atvinnuleysisbætur og stóraukin framlög til sjúkrahúsa, að sögn Washington Post. Það var samþykkt með 96 atkvæðum gegn engu mótatkvæði. Þingmennirnir fjórir sem voru fjarverandi voru ýmist í sóttkví eða smitaðir af kórónuveirunni. Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Eingreiðsla til almennings hljóðar upp á 1.200 dollara á hvern fullorðinn einstakling, jafnvirði um 170.000 íslenskra króna, og 500 dollara á hvert barn, jafnvirði um 71 þúsund króna. Hálf biljón dollara fer í lánveitingar til fyrirtækja, borga og ríkja og 367 milljarða dollara í sjóð til að hjálpa minni fyrirtækjum að forðast að segja upp starfsfólki í kreppunni. Heildarkostnaður aðgerðanna upp á 2,2 biljónir dollara er sögð besta ágiskun Hvíta hússins. Það er um helmingur árlegra fjárlaga bandarísku alríkisstjórnarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði bandaríska þjóð nú ganga í gegnum neyðarástand sem væri fordæmalaust í seinni tíð fyrir atkvæðagreiðsluna. Eftir að frumvarpið var samþykkt sendi hann þingmenn heim en sagðist tilbúinn að kalla þá aftur til starfa með skömmum fyrirvara.AP/Sjónvarpsrás öldungadeildarinnar Fyrirtæki Trump geta ekki sótt um ríkisaðstoð Flugfélög eru einn helsti bótaþeginn í frumvarpinu. Farþegaflugfélög eiga rétt á um 25 milljörðum dollara, jafnvirði um 3.500 milljörðum íslenskra króna, í lán og tryggingar og gætu fengið sömu upphæð til viðbótar í styrki frá skattgreiðendum. Skilyrði um að flugfélög yrðu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að fá ríkisaðstoð voru felld úr frumvarpinu áður en það var samþykkt. Washington Post segir að fyrirtæki sem Donald Trump forseti, embættismenn í Hvíta húsinu eða bandarískir þingmenn eiga geta ekki sótt um lán frá alríkisstjórninni. Það bendi til þess að hótel og klúbbar Trump forseta sem hafa þurft að loka vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu faraldursins geti ekki fengið aðstoð skattgreiðenda. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, áætlar að björgunarpakkinn geti haldið hagkerfinu með höfuðið upp úr vatni í þrjá mánuði. „Vonandi þurfum við ekki á þessu að halda í þrjá mánuði,“ sagði hann. Þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt einróma voru ýmsar efasemdir á lofti innan beggja flokka. Þannig óttuðust hörðustu íhaldsmennirnir úr flokki repúblikana að frumvarpið gengi of langt en frjálslyndustu demókratar að það gengi of skammt. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York þar sem ástandið versnar dag frá degi, varaði við því að ríki hans fengi alltof lítið fjármagn til að glíma við faraldurinn með björgunarpakkanum. Leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, Steny Hoyer, segir að björgunarpakkinn verði tekinn til atkvæðagreiðslu þar á föstudagsmorgun. Trump forseti hefur sagst ætla að staðfesta lögin um leið og þau koma inn á hans borð. Um 69.000 manns hafa greinst með kórónuveirusmit í Bandaríkjunum til þessa og fleiri en þúsund manns hafa látið lífið. „Heilbrigðiskerfið okkar er ekki tilbúið að annast þá veiku. Vinnuaflið okkar er atvinnulaust. Fyrirtækin okkar geta ekki stundað viðskipti. Verksmiðjurnar okkar standa tómar. Hjól bandaríska hagkerfisins hafa stöðvast,“ varaði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, við í gær.Vísir/EPA
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23. mars 2020 13:57 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23. mars 2020 13:57