Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 11:57 Íbúar í Yichang í Hubei-héraði bíða í röðum eftir að kaupa lestarmiða. Áttatíu járnbrautarstöðvar opnuðu aftur fyrir ferðir innan héraðsins í gær eftir tveggja mánaða lokun vegna faraldursins. Ferðalög út úr héraðinu verða leyfð aftur 8. apríl. Vísir/EPA Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22