Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 21:58 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir ákvarðanir þjóðarleiðtoga um þessar mundir muna hafa áhrif áratugi fram í tímann. epa/SALVATORE DI NOLFI Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag. Ítrekaði hann hve smituðum hefur fjölgað hratt frá því veiran stakk fyrst upp kollinum. Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smitin. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo. Nú er staðan sú á heimsvísu að rúmlega 526 þúsund hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 24 þúsund dáið. Rúmlega 120 þúsund hafa jafnað sig af sjúkdómnum, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Flest smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni sagði Ghebreyesus að einungis tíminn gæti leitt í ljós hver heildarkostnaður heimsins yrði vegna faraldursins. Sama hve hár hann verður sagði Ghebreyesus að ylti á ákvörðunum þjóðarleiðtoga á næstu dögum og sagði hann að þær ákvarðanir myndu hafa afleiðingar áratugi fram í tímann. Besta leiðin til að vernda mannslíf, lífsviðurværi fólks og efnahagi er samkvæmt Ghebreyesus að stoppa faraldurinn. Það verði einungis gert með umfangsmiklum og afgerandi aðgerðum. „Berjist. Berjist af hörku. Berjist eins og fjandinn sjálfur. Berjist eins og líf ykkar velti á því, því þau gera það,“ sagði Ghebreyesus. Hann kallaði einnig eftir samstöðu á heimsvísu og að ríki heimsins tækju höndum saman varðandi framleiðslu nauðsynja eins og hlífðarbúnaðar fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Honoured to address the @g20org Extraordinary Summit on #COVID19, chaired by @KingSalman. I asked them to:1. Fight like our lives depend on it, because they do.2. Unite. We will only get out of this together.3. Ignite a global movement to ensure this never happens again.— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 26, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Sjá meira
Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag. Ítrekaði hann hve smituðum hefur fjölgað hratt frá því veiran stakk fyrst upp kollinum. Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smitin. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo. Nú er staðan sú á heimsvísu að rúmlega 526 þúsund hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 24 þúsund dáið. Rúmlega 120 þúsund hafa jafnað sig af sjúkdómnum, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Flest smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni sagði Ghebreyesus að einungis tíminn gæti leitt í ljós hver heildarkostnaður heimsins yrði vegna faraldursins. Sama hve hár hann verður sagði Ghebreyesus að ylti á ákvörðunum þjóðarleiðtoga á næstu dögum og sagði hann að þær ákvarðanir myndu hafa afleiðingar áratugi fram í tímann. Besta leiðin til að vernda mannslíf, lífsviðurværi fólks og efnahagi er samkvæmt Ghebreyesus að stoppa faraldurinn. Það verði einungis gert með umfangsmiklum og afgerandi aðgerðum. „Berjist. Berjist af hörku. Berjist eins og fjandinn sjálfur. Berjist eins og líf ykkar velti á því, því þau gera það,“ sagði Ghebreyesus. Hann kallaði einnig eftir samstöðu á heimsvísu og að ríki heimsins tækju höndum saman varðandi framleiðslu nauðsynja eins og hlífðarbúnaðar fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Honoured to address the @g20org Extraordinary Summit on #COVID19, chaired by @KingSalman. I asked them to:1. Fight like our lives depend on it, because they do.2. Unite. We will only get out of this together.3. Ignite a global movement to ensure this never happens again.— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 26, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Sjá meira