Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 11:31 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist hafa fengið hita og þrálátan hósta og því látið prófa sig fyrir kórónuveirunni, samkvæmt ráði landlæknis. Getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. „Síðustu 24 tímana hef ég fengið mild einkenni og fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveirusprófi. Ég hef ákveðið að fara í einangrun en ég mun áfram leiða viðbrögð ríkisstjórnarinnar með fjarfundabúnaði. Saman munum við sigrast á þessu,“ sagði Boris á Twitter. Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020 Talsmaður forsætisráðherrans segir að hann hafi ákveðið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni að ráðleggingu breska landlæknisins, Chris Whitty. Starfsmenn bresku heilsugæslunnar tóku prófið í Downing stræti 10, embættisbústað og skrifstofu forsætisráðherrans. Johnson sagði í Twitter ávarpi sínu að hann hefði verið með hita og þrálátan hósta og því farið í próf. Hann sagðist hafa tekið þátt í því að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki í gærkvöldi og þakkaði bæði því, lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra vegna kórónuveirunnar. „Þið þurfið ekkert að velkjast í vafa um að ég get haldið áfram og verið í sambandi við teymið í kringum mig og leitt baráttu þjóðarinnar gegn kórónuvírusnum,“ sagði Johnson í ávarpinu. Uppfært klukkan 13:25 Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock er sömuleiðis með Covid-19, vinnur að heiman og hvetur landsmenn til að fara að ráðleggingum yfirvalda. Following medical advice, I was advised to test for #Coronavirus.I‘ve tested positive. Thankfully my symptoms are mild and I’m working from home & self-isolating. Vital we follow the advice to protect our NHS & save lives#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/TguWH6Blij— Matt Hancock (@MattHancock) March 27, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. „Síðustu 24 tímana hef ég fengið mild einkenni og fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveirusprófi. Ég hef ákveðið að fara í einangrun en ég mun áfram leiða viðbrögð ríkisstjórnarinnar með fjarfundabúnaði. Saman munum við sigrast á þessu,“ sagði Boris á Twitter. Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020 Talsmaður forsætisráðherrans segir að hann hafi ákveðið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni að ráðleggingu breska landlæknisins, Chris Whitty. Starfsmenn bresku heilsugæslunnar tóku prófið í Downing stræti 10, embættisbústað og skrifstofu forsætisráðherrans. Johnson sagði í Twitter ávarpi sínu að hann hefði verið með hita og þrálátan hósta og því farið í próf. Hann sagðist hafa tekið þátt í því að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki í gærkvöldi og þakkaði bæði því, lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra vegna kórónuveirunnar. „Þið þurfið ekkert að velkjast í vafa um að ég get haldið áfram og verið í sambandi við teymið í kringum mig og leitt baráttu þjóðarinnar gegn kórónuvírusnum,“ sagði Johnson í ávarpinu. Uppfært klukkan 13:25 Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock er sömuleiðis með Covid-19, vinnur að heiman og hvetur landsmenn til að fara að ráðleggingum yfirvalda. Following medical advice, I was advised to test for #Coronavirus.I‘ve tested positive. Thankfully my symptoms are mild and I’m working from home & self-isolating. Vital we follow the advice to protect our NHS & save lives#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/TguWH6Blij— Matt Hancock (@MattHancock) March 27, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira