Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:30 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ásamt Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórnarfundi. Vísir/vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57
Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11