Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2020 12:28 Flugvélar Air Greenland af gerðinni DASH 8-Q200 eru notaðar í flugið. Myndin er frá flugvellinum í Nuuk. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. Það er tímanna tákn að einu flugvélarnar sem sáust um tíma á lofti við Ísland í morgun sinntu þessu flugi. Laust fyrir hádegi mátti sjá tvær vélar Air Greenland að nálgast Ísland, önnur var út af Faxaflóa en hin suðaustur af landinu. Báðar áætluðu millilendingu í Keflavík og þetta voru raunar einu flugvélarnar sem mátti sjá við Ísland á þeirri stundu á ratsjárvefnum Flightradar24. Flogið er að jafnaði þrisvar í viku milli Nuuk og Kaupmannahafnar með millilendingu á Íslandi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta þýðir sex millilendingar í viku í Keflavík. Ástæðan fyrir því að tvær vélar lenda þar í dag er sú að ferðin frá Nuuk féll niður síðastliðinn föstudag vegna óveðurs á Grænlandi og var í staðinn flogið um helgina. Þetta þýddi að seinkun varð á birtingu nýrra talna um smit sem þessu nam. Ratsjársíðan Flightradar24 á tólfta tímanum sýndi tvær Q200 vélar Air Greenland. Önnur var vestur af Faxaflóa hin suðaustur af landinu og báðar á leið til Keflavíkurflugvallar. Þessar tvær veiruflugvélar voru þær einu sem sáust á lofti við Ísland.Skjáskot/Flightradar24. Loftbrúnni var komið á fót eftir að áætlunarflugi Air Greenland á Airbus A330-þotu milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar var hætt tímabundið vegna faraldursins. Ferðirnar eru farnar á 37 sæta skrúfuþotum, DASH 8 Q-200, samskonar og Air Iceland rekur, og er þetta núna eina flugtenging Grænlands við umheiminn. Í bakaleiðinni eru fluttar nauðsynjavörur til Grænlands. Ekki eru auglýst farþegasæti til sölu en vélarnar nýtast þó til að flytja fólk í neyð á milli. Q-200 vélarnar fljúga á um 490 kílómetra hraða, talsvert hægar en þotur, og er flugtíminn milli Nuuk og Kaupmannahafnar um átta klukkustundir, fyrir utan stoppið í Keflavík. Hér má sjá slíka vél lenda í Nuuk í frétt um útboð flugvallargerðar í fyrra: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. Það er tímanna tákn að einu flugvélarnar sem sáust um tíma á lofti við Ísland í morgun sinntu þessu flugi. Laust fyrir hádegi mátti sjá tvær vélar Air Greenland að nálgast Ísland, önnur var út af Faxaflóa en hin suðaustur af landinu. Báðar áætluðu millilendingu í Keflavík og þetta voru raunar einu flugvélarnar sem mátti sjá við Ísland á þeirri stundu á ratsjárvefnum Flightradar24. Flogið er að jafnaði þrisvar í viku milli Nuuk og Kaupmannahafnar með millilendingu á Íslandi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta þýðir sex millilendingar í viku í Keflavík. Ástæðan fyrir því að tvær vélar lenda þar í dag er sú að ferðin frá Nuuk féll niður síðastliðinn föstudag vegna óveðurs á Grænlandi og var í staðinn flogið um helgina. Þetta þýddi að seinkun varð á birtingu nýrra talna um smit sem þessu nam. Ratsjársíðan Flightradar24 á tólfta tímanum sýndi tvær Q200 vélar Air Greenland. Önnur var vestur af Faxaflóa hin suðaustur af landinu og báðar á leið til Keflavíkurflugvallar. Þessar tvær veiruflugvélar voru þær einu sem sáust á lofti við Ísland.Skjáskot/Flightradar24. Loftbrúnni var komið á fót eftir að áætlunarflugi Air Greenland á Airbus A330-þotu milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar var hætt tímabundið vegna faraldursins. Ferðirnar eru farnar á 37 sæta skrúfuþotum, DASH 8 Q-200, samskonar og Air Iceland rekur, og er þetta núna eina flugtenging Grænlands við umheiminn. Í bakaleiðinni eru fluttar nauðsynjavörur til Grænlands. Ekki eru auglýst farþegasæti til sölu en vélarnar nýtast þó til að flytja fólk í neyð á milli. Q-200 vélarnar fljúga á um 490 kílómetra hraða, talsvert hægar en þotur, og er flugtíminn milli Nuuk og Kaupmannahafnar um átta klukkustundir, fyrir utan stoppið í Keflavík. Hér má sjá slíka vél lenda í Nuuk í frétt um útboð flugvallargerðar í fyrra:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05