Baldur um grun um veðmálasvindl: Hafði enga trú á að þetta væri til staðar Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 22:00 ÍR vann Tindastól í Breiðholtinu. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segist ekki hafa haft neina trú á því að grunur um að leikmenn liðsins ættu þátt í veðmálasvindli í vetur væri á rökum reistur. Fregnir bárust af því í desember að óvenju háum upphæðum hefði verið veðjað á leik Tindastóls gegn ÍR í Domino‘s-deild karla í körfubolta. KKÍ tók málið til skoðunar til að reyna að komast að því hvort að hugsanlega hefðu leikmenn haft óeðlileg áhrif á úrslit leiksins, sem Tindastóll tapaði, og var niðurstaðan sú að engin vísbending væri um veðmálasvindl. Baldur var í viðtali við Sportið í dag á Stöð 2 Sport þar sem hann var spurður hvort umræðan hefði haft áhrif á leikmannahóp Tindastóls. „Þetta beindist náttúrulega að ákveðnum leikmönnum. Ég er búinn að vinna með þeim á hverjum degi, þekki þá mjög vel, og í sjálfu sér fannst mér þetta… ég hafði enga trú á því að þetta væri til staðar og þeirra viðbrögð við þessu… ef að maður þekkir menn einhvern veginn þá sá maður að þetta átti ekki að vera neitt rétt í þessu,“ sagði Baldur í dag. „Við töldum okkur vita sannleikann og að hann myndi koma í ljós. Við myndum bara einbeita okkur að því sem að við gætum stjórnað. Við myndum bara mæta á æfingu og leggja okkur fram, og einbeita okkur að því að bæta okkur í körfu og bæta okkur sem persónur. Að halda áfram. Þetta er baráttan sem maður er alltaf í í dag. Það er komin meiri athygli á sportið og maður er einhvern veginn alltaf í sviðsljósinu. Þó að það sé voða gaman að þetta sé orðið stærra þá þarf maður samt að læra að það sem mestu máli skiptir er að mæta á æfingu og leggja sig fram,“ sagði Baldur. Klippa: Sportið í dag: Baldur tjáir sig um meint veðmálasvindl í vetur Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag Skagafjörður Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segist ekki hafa haft neina trú á því að grunur um að leikmenn liðsins ættu þátt í veðmálasvindli í vetur væri á rökum reistur. Fregnir bárust af því í desember að óvenju háum upphæðum hefði verið veðjað á leik Tindastóls gegn ÍR í Domino‘s-deild karla í körfubolta. KKÍ tók málið til skoðunar til að reyna að komast að því hvort að hugsanlega hefðu leikmenn haft óeðlileg áhrif á úrslit leiksins, sem Tindastóll tapaði, og var niðurstaðan sú að engin vísbending væri um veðmálasvindl. Baldur var í viðtali við Sportið í dag á Stöð 2 Sport þar sem hann var spurður hvort umræðan hefði haft áhrif á leikmannahóp Tindastóls. „Þetta beindist náttúrulega að ákveðnum leikmönnum. Ég er búinn að vinna með þeim á hverjum degi, þekki þá mjög vel, og í sjálfu sér fannst mér þetta… ég hafði enga trú á því að þetta væri til staðar og þeirra viðbrögð við þessu… ef að maður þekkir menn einhvern veginn þá sá maður að þetta átti ekki að vera neitt rétt í þessu,“ sagði Baldur í dag. „Við töldum okkur vita sannleikann og að hann myndi koma í ljós. Við myndum bara einbeita okkur að því sem að við gætum stjórnað. Við myndum bara mæta á æfingu og leggja okkur fram, og einbeita okkur að því að bæta okkur í körfu og bæta okkur sem persónur. Að halda áfram. Þetta er baráttan sem maður er alltaf í í dag. Það er komin meiri athygli á sportið og maður er einhvern veginn alltaf í sviðsljósinu. Þó að það sé voða gaman að þetta sé orðið stærra þá þarf maður samt að læra að það sem mestu máli skiptir er að mæta á æfingu og leggja sig fram,“ sagði Baldur. Klippa: Sportið í dag: Baldur tjáir sig um meint veðmálasvindl í vetur Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag Skagafjörður Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira