Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Alexandra Helga Ívarsdóttir og hundurinn þeirra hafa það náðugt. INSTAGRAM/@ALEXANDRAHELGA Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30
Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46
Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15