Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 07:52 Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen. Alvogen Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira