Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 09:02 Richard Burr var einn þriggja öldungadeildarþingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpi sem bannaði þingmönnum að stunda innherjaviðskipti árið 2012. Viðskipti hans í aðdraganda faraldursins í Bandaríkjunum eru nú til skoðunar. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Norður-Karólínu, er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og situr einnig í heilbrigðis- menntamála-, atvinnumála- og lífeyrisnefnd hennar. Báðar nefndir hafa fengið reglulegar upplýsingar um veiruna og faraldurinn um margra mánaða skeið. AP-fréttastofan segir að Burr hafi selt hlutabréf hans og eiginkonu hans fyrir allt að 1,7 milljónir dollara, jafnvirði um 241 milljónar íslenskra króna, í þrjátíu skömmtum frá lokum janúar fram í um miðjan febrúar. Sum bréfin voru í hótelkeðjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Skömmu síðar byrjuðu fjármálamarkaðir um allan heim að hrynja vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Viðskipti í kauphöllinni í New York voru ítrekuð stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun vegna þess hversu mikið hlutabréfaverð féll. Heimildir Washington Post herma að dómsmálaráðuneytið rannsaki nú viðskiptin í samvinnu við Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC). Lögmaður Burr segir að honum hafi verið heimilt að stunda hlutabréfaviðskipti á grundvelli opinberra upplýsinga líkt og öðrum Bandaríkjamönnum. Lög sem voru samþykkt árið 2012 banna þó þingmönnum, starfsmönnum þeirra og öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að stunda viðskipti sem byggjast á innherjaupplýsingum sem þeir komast yfir í opinberum störfum. Siðanefnd skoðar málið Burr neitar sök en hefur viðurkennt að hafa selt bréfin vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hann hafi hins vegar aðeins reitt sig á almennan fréttaflutning við ákvörðunina um að selja bréfin. Að sögn AP-fréttastofunnar fékk leyniþjónustunefndin sem Burr stýrir engar skýrslur um faraldurinn í vikunni sem þingmaðurinn seldi flest hlutabréfin. Siðanefnd öldungadeildarinnar fer nú yfir hvort Burr hafi brotið siðareglur Bandaríkjaþings með viðskiptunum og heldur lögmaðurinn því fram að það hafi verið að beiðni Burr. Fleiri þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir hlutabréfaviðskipti í aðdraganda faraldursins. Þeirra á meðal er Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Kentucky. Hún seldi hlutabréf sama dag og hún sat fund heilbrigðismálanefndar þingsins þar sem forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins lýstu því hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Bréfin hrundu í verði eftir að Loeffler seldi þau. Í staðinn keypti hún meðal annars hluti í fyrirtæki sem framleiðir fjarfundarbúnað sem mikil eftirspurn ef nú eftir vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Norður-Karólínu, er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og situr einnig í heilbrigðis- menntamála-, atvinnumála- og lífeyrisnefnd hennar. Báðar nefndir hafa fengið reglulegar upplýsingar um veiruna og faraldurinn um margra mánaða skeið. AP-fréttastofan segir að Burr hafi selt hlutabréf hans og eiginkonu hans fyrir allt að 1,7 milljónir dollara, jafnvirði um 241 milljónar íslenskra króna, í þrjátíu skömmtum frá lokum janúar fram í um miðjan febrúar. Sum bréfin voru í hótelkeðjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Skömmu síðar byrjuðu fjármálamarkaðir um allan heim að hrynja vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Viðskipti í kauphöllinni í New York voru ítrekuð stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun vegna þess hversu mikið hlutabréfaverð féll. Heimildir Washington Post herma að dómsmálaráðuneytið rannsaki nú viðskiptin í samvinnu við Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC). Lögmaður Burr segir að honum hafi verið heimilt að stunda hlutabréfaviðskipti á grundvelli opinberra upplýsinga líkt og öðrum Bandaríkjamönnum. Lög sem voru samþykkt árið 2012 banna þó þingmönnum, starfsmönnum þeirra og öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að stunda viðskipti sem byggjast á innherjaupplýsingum sem þeir komast yfir í opinberum störfum. Siðanefnd skoðar málið Burr neitar sök en hefur viðurkennt að hafa selt bréfin vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hann hafi hins vegar aðeins reitt sig á almennan fréttaflutning við ákvörðunina um að selja bréfin. Að sögn AP-fréttastofunnar fékk leyniþjónustunefndin sem Burr stýrir engar skýrslur um faraldurinn í vikunni sem þingmaðurinn seldi flest hlutabréfin. Siðanefnd öldungadeildarinnar fer nú yfir hvort Burr hafi brotið siðareglur Bandaríkjaþings með viðskiptunum og heldur lögmaðurinn því fram að það hafi verið að beiðni Burr. Fleiri þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir hlutabréfaviðskipti í aðdraganda faraldursins. Þeirra á meðal er Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Kentucky. Hún seldi hlutabréf sama dag og hún sat fund heilbrigðismálanefndar þingsins þar sem forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins lýstu því hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Bréfin hrundu í verði eftir að Loeffler seldi þau. Í staðinn keypti hún meðal annars hluti í fyrirtæki sem framleiðir fjarfundarbúnað sem mikil eftirspurn ef nú eftir vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17