Á áttræðisaldri en gefur ekkert eftir í baráttunni við hinn illvíga kórónuvírus Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2020 13:03 Sigurður er á áttræðisaldri, hér á stofugangi. Víst er að nú mæðir mjög á heilbrigðisstéttum landsins og þar er Sigurður góð fyrirmynd. Um það eru þeir sem til þekkja sammála um. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira