Að þora – Ísland í Mannréttindaráði S.þ. Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 10:30 Þátttaka Íslands í starfi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2018-2019 er fyrir margra hluta sakir stórmerkileg. Talað er um tímamót í íslenskri utanríkisþjónustu enda er það rétt að Ísland hefur ekki áður tekið að sér svo stórt hlutverk á alþjóðavettvangi. Það sem meira máli skiptir er hins vegar það hvernig íslenska utanríkisþjónustan nýtti þau tækifæri sem gáfust með setu í ráðinu til fulls, tók forystu og þorði að beita sér af krafti gegn stjórnvöldum einhverra harðsvíruðustu ríkja heims, fordæma mannréttindabrot þeirra og krefjast aðgerða. Því fer fjarri að slíkur kraftur hafi einkennt Mannréttindaráðið, eða fyrirrennara þess, í gegnum tíðina. Mannréttindastofnanir Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindanefndin frá 1946-2006 og Mannréttindaráðið frá 2006 til dagsins í dag, hafa alla tíð verið harðlega gagnrýndar fyrir getuleysi og ótrúverðugleika í baráttunni fyrir mannréttindum á heimsvísu. Tvískinnungurinn hefur oft á tíðum varpað skugga á orðspor Sameinuðu þjóðanna í heild sinni. Þau ríki sem standa sig hvað verst í vernd mannréttinda hafa sóst stíft eftir aðild að þessum stofnunum til að geta varist gagnrýni í sinn garð. Reglur og skipulag Mannréttindaráðsins gera þessum ríkjum kleift að tryggja sér aðild að ráðinu og hópa sig saman til varnar aðgerðum gegn sér. Það skal því engan undra að ríki á borð við Sádi-Arabíu, Kúbu, Venesúela, Kína, Egyptaland, Rússland, Pakistan, Kenía, Filippseyjar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kongó, Katar, Bangladesh, Indland og El Salvador hafi átt aðild að ráðinu á síðastliðnum áratug. Þó svo að þær breytingar sem gerðar voru þegar Mannréttindaráðið tók við af Mannréttindanefndinni árið 2006 hafi skilað töluverðum árangri eru ríki sem hafa orðið uppvís af stórvægilegum mannréttindabrotum heima fyrir enn fyrirferðamikil í starfi ráðsins. Skortur hefur verið á að þau ríki sem hafa mannréttindi í hávegum taki forystu og sýni vilja og þor til að beita sér af krafti á vettvangi ráðsins, fordæma alvarleg mannréttindabrot og krefjast aðgerða. Pólitískir og efnahagslegir hagsmunir virðast einfaldlega hafa verið mannréttindavernd yfirsterkari. Í sinni stuttu aðildartíð tók Ísland einmitt þá forystu og sýndi þann vilja og þor sem skortur hefur verið á í starfi ráðsins þegar íslenska sendinefndin leiddi aðgerðir gegn stjórnvöldum í Sádi-Arabíu og á Filippseyjum. Aldrei áður í sögu Mannréttindaráðsins höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu verið tekin sérstaklega fyrir. Það segir allt sem segja þarf. Í yfirlýsingu meirihluta ríkja ráðsins, undir forystu Íslands, var framganga stjórnvalda í Sádi-Arabíu harðlega gagnrýnd. Lýst var yfir miklum áhyggjum af handtökum og fangelsun baráttufólks fyrir mannréttindum án dóms og laga og kallað sérstaklega eftir því að níu nafngreindar baráttukonur fyrir réttindum kvenna yrðu leystar úr haldi. Þá fordæmdu ríkin morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og kröfðust þess að fram færi sjálfstæð og óhlutdræg rannsókn á morðinu og hinir ábyrgu dregnir til ábyrgðar. Líkt og í tilfelli Sádi-Arabíu hafði aldrei áður verið fjallað sérstaklega um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum í Mannréttindaráðinu. Ástand mannréttindamála í landinu hefur farið síversnandi frá árinu 2016 í forsetatíð Rodrigo Duterte með aftökum á þúsundum borgara án dóms og laga sem stjórnvöld hafa réttlætt á grundvelli svokallaðs stríðs gegn eiturlyfjum. Í ályktun um ástandið á Filippseyjum, undir forystu Íslands, voru stjórnvöld í landinu hvött til að stöðva aftökur án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Enn fremur var farið fram á að stjórnvöld á Filippseyjum sýndu stofnunum Sameinuðu þjóðanna fullan samstarfsvilja og var mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna falin skýrslugerð um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum fyrir fund Mannréttindaráðsins í júní nk. Þessu til viðbótar beitti Ísland sér sérstaklega fyrir jafnrétti kynjanna, réttindum hinsegin fólks, málefnum barna, tengslum umhverfismála og mannréttinda og nauðsynlegum umbótum á starfsemi Mannréttindaráðsins. Ekki var síður full þörf á því. Það er ekki sjálfgefið að smáríki eins og Ísland setji á þennan hátt sitt mark á starf stofnunar á borð við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Hvað þá á helmingi styttri tíma en aðildarríki hafa almennt til umráða þar sem Ísland tók sæti Bandaríkjanna á miðju þriggja ára kjörtímabili. Eins mikilvægt og það er að veita íslenskum stjórnvöldum ríkt aðhald í störfum sínum í hvívetna er einnig vert að hrósa þeim fyrir vel unnin störf þegar svo á við. Þegar kemur að aðild Íslands að Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eiga utanríkisráðherra og utanríkisþjónustan tvímælalaust hrós skilið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Utanríkismál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka Íslands í starfi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2018-2019 er fyrir margra hluta sakir stórmerkileg. Talað er um tímamót í íslenskri utanríkisþjónustu enda er það rétt að Ísland hefur ekki áður tekið að sér svo stórt hlutverk á alþjóðavettvangi. Það sem meira máli skiptir er hins vegar það hvernig íslenska utanríkisþjónustan nýtti þau tækifæri sem gáfust með setu í ráðinu til fulls, tók forystu og þorði að beita sér af krafti gegn stjórnvöldum einhverra harðsvíruðustu ríkja heims, fordæma mannréttindabrot þeirra og krefjast aðgerða. Því fer fjarri að slíkur kraftur hafi einkennt Mannréttindaráðið, eða fyrirrennara þess, í gegnum tíðina. Mannréttindastofnanir Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindanefndin frá 1946-2006 og Mannréttindaráðið frá 2006 til dagsins í dag, hafa alla tíð verið harðlega gagnrýndar fyrir getuleysi og ótrúverðugleika í baráttunni fyrir mannréttindum á heimsvísu. Tvískinnungurinn hefur oft á tíðum varpað skugga á orðspor Sameinuðu þjóðanna í heild sinni. Þau ríki sem standa sig hvað verst í vernd mannréttinda hafa sóst stíft eftir aðild að þessum stofnunum til að geta varist gagnrýni í sinn garð. Reglur og skipulag Mannréttindaráðsins gera þessum ríkjum kleift að tryggja sér aðild að ráðinu og hópa sig saman til varnar aðgerðum gegn sér. Það skal því engan undra að ríki á borð við Sádi-Arabíu, Kúbu, Venesúela, Kína, Egyptaland, Rússland, Pakistan, Kenía, Filippseyjar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kongó, Katar, Bangladesh, Indland og El Salvador hafi átt aðild að ráðinu á síðastliðnum áratug. Þó svo að þær breytingar sem gerðar voru þegar Mannréttindaráðið tók við af Mannréttindanefndinni árið 2006 hafi skilað töluverðum árangri eru ríki sem hafa orðið uppvís af stórvægilegum mannréttindabrotum heima fyrir enn fyrirferðamikil í starfi ráðsins. Skortur hefur verið á að þau ríki sem hafa mannréttindi í hávegum taki forystu og sýni vilja og þor til að beita sér af krafti á vettvangi ráðsins, fordæma alvarleg mannréttindabrot og krefjast aðgerða. Pólitískir og efnahagslegir hagsmunir virðast einfaldlega hafa verið mannréttindavernd yfirsterkari. Í sinni stuttu aðildartíð tók Ísland einmitt þá forystu og sýndi þann vilja og þor sem skortur hefur verið á í starfi ráðsins þegar íslenska sendinefndin leiddi aðgerðir gegn stjórnvöldum í Sádi-Arabíu og á Filippseyjum. Aldrei áður í sögu Mannréttindaráðsins höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu verið tekin sérstaklega fyrir. Það segir allt sem segja þarf. Í yfirlýsingu meirihluta ríkja ráðsins, undir forystu Íslands, var framganga stjórnvalda í Sádi-Arabíu harðlega gagnrýnd. Lýst var yfir miklum áhyggjum af handtökum og fangelsun baráttufólks fyrir mannréttindum án dóms og laga og kallað sérstaklega eftir því að níu nafngreindar baráttukonur fyrir réttindum kvenna yrðu leystar úr haldi. Þá fordæmdu ríkin morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og kröfðust þess að fram færi sjálfstæð og óhlutdræg rannsókn á morðinu og hinir ábyrgu dregnir til ábyrgðar. Líkt og í tilfelli Sádi-Arabíu hafði aldrei áður verið fjallað sérstaklega um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum í Mannréttindaráðinu. Ástand mannréttindamála í landinu hefur farið síversnandi frá árinu 2016 í forsetatíð Rodrigo Duterte með aftökum á þúsundum borgara án dóms og laga sem stjórnvöld hafa réttlætt á grundvelli svokallaðs stríðs gegn eiturlyfjum. Í ályktun um ástandið á Filippseyjum, undir forystu Íslands, voru stjórnvöld í landinu hvött til að stöðva aftökur án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Enn fremur var farið fram á að stjórnvöld á Filippseyjum sýndu stofnunum Sameinuðu þjóðanna fullan samstarfsvilja og var mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna falin skýrslugerð um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum fyrir fund Mannréttindaráðsins í júní nk. Þessu til viðbótar beitti Ísland sér sérstaklega fyrir jafnrétti kynjanna, réttindum hinsegin fólks, málefnum barna, tengslum umhverfismála og mannréttinda og nauðsynlegum umbótum á starfsemi Mannréttindaráðsins. Ekki var síður full þörf á því. Það er ekki sjálfgefið að smáríki eins og Ísland setji á þennan hátt sitt mark á starf stofnunar á borð við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Hvað þá á helmingi styttri tíma en aðildarríki hafa almennt til umráða þar sem Ísland tók sæti Bandaríkjanna á miðju þriggja ára kjörtímabili. Eins mikilvægt og það er að veita íslenskum stjórnvöldum ríkt aðhald í störfum sínum í hvívetna er einnig vert að hrósa þeim fyrir vel unnin störf þegar svo á við. Þegar kemur að aðild Íslands að Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eiga utanríkisráðherra og utanríkisþjónustan tvímælalaust hrós skilið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar