Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 14:54 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Lögreglan Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira