Félagsbústaðir og uppgjörsfroðan í bókhaldi Reykjavíkur Vigdís Hauksdóttir skrifar 31. mars 2020 15:30 Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun