Umræða um launahækkun íslenskra ráðamanna: „Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2020 20:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól Alþingis. Vísir/Vilhelm Í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata fjármálaráðherra út í boðaðar launahækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar 1. maí og hvort ekki væri ástæða til þess að þeim yrði frestað aftur. „Ég hef ekki verið að taka neinar ákvarðanir um þessi efni. Ekki bara yfir höfuð nokkra einustu nema þá að ég lagði til hér við þingið, fyrir nokkrum síðan, að við myndum fresta hækkun sem á að koma til framkvæmda í sumar um sex mánuði,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra leiður á að ræða þessi mál í þingsal „En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þessi mál hér í þingsal. Að menn skuli ekki getað komið sér saman um það, yfir höfuð, að finna einhver fyrirkomulag sem að lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður kjaradóm, við lögðum niður kjararáð, og það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. Það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið áður en að menn koma hingað upp í þingsal og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju,“ sagði Bjarni. Þykir ekki leiðinlegt að pirra hæstviran fjármálaráðherra „Herra forseti, það sem ég mundi segja að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra, en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt. Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og spurði svo. „Hver er afstaða hæstvirts fjármálaráðherra til þeirrar kröfu að þingmenn og ráðherrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum í djúpa efnahagskreppu? „Þetta er sanngjörn spurning sem að er borin hér upp. hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu. Mér finnst það vel koma til greina,“ svaraði Bjarni. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata fjármálaráðherra út í boðaðar launahækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar 1. maí og hvort ekki væri ástæða til þess að þeim yrði frestað aftur. „Ég hef ekki verið að taka neinar ákvarðanir um þessi efni. Ekki bara yfir höfuð nokkra einustu nema þá að ég lagði til hér við þingið, fyrir nokkrum síðan, að við myndum fresta hækkun sem á að koma til framkvæmda í sumar um sex mánuði,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra leiður á að ræða þessi mál í þingsal „En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þessi mál hér í þingsal. Að menn skuli ekki getað komið sér saman um það, yfir höfuð, að finna einhver fyrirkomulag sem að lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður kjaradóm, við lögðum niður kjararáð, og það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. Það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið áður en að menn koma hingað upp í þingsal og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju,“ sagði Bjarni. Þykir ekki leiðinlegt að pirra hæstviran fjármálaráðherra „Herra forseti, það sem ég mundi segja að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra, en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt. Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og spurði svo. „Hver er afstaða hæstvirts fjármálaráðherra til þeirrar kröfu að þingmenn og ráðherrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum í djúpa efnahagskreppu? „Þetta er sanngjörn spurning sem að er borin hér upp. hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu. Mér finnst það vel koma til greina,“ svaraði Bjarni.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14